13 Tilraun - Heitt og kalt loft Hiti og kuldi hafa mikil áhrif á loftið í kringum okkur. Ég mæli með að þú prófir þessa blöðrutilraun og skráir niðurstöður. ÁSKORUN: Finndu fleiri blöðruti lraunir á netinu eða í bókum. Skráðu niðurstöðu og teiknaðu. Efni og áhöld: blaðra plastflaska 2 bakkar kalt vatn sjóðandi vatn ísmolar Festu blöðruna yfir stútinn á plastflöskunni. Nota má teygju eða límband til að festa. Settu kalt vatn og ísmola í annan bakkann og sjóðandi heitt vatn í hinn. Láttu flöskuna standa nokkrum sinnum til skiptis í bökkunum og sjáðu hvað gerist. 26 27
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=