95 Saga er að útbúa gagnamöppu með upplýsingum um goðin og gyðjurnar. Hún fann upplýsingar á netinu og er að klippa þær út og líma í möppuna sem hún bjó til úr A3 kartoni. Prófaðu líka! Miðgarðsormurinn er hræðileg skepna sem umlykur norræna goðaheiminn. Hann bítur í hala sinn og hótar að eyða heiminum. Sofia er spennt að gera endurunninn Miðgarðsorm úr pappírshringjum. Hjálpið henni að klára orminn og hengið hann upp í stofunni ykkar. Verkefni og umræður Fróðný er mikil hugvitskona. Þegar hún heyrði að regnboginn héti Bifröst og væri brú á milli Miðgarðs og Ásgarðs vildi hún vita hvernig regnbogi getur borið manneskju. Hjálpið Fróðnýju að hanna regnbogabrú úr pappír. Brúin þarf að geta borið leikfang.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=