HALLÓ HEIMUR 2

84 NÝ ORÐ • heiðni • heiðarleiki • örlög Heiðin trú Flest landnámsfólk var heiðið. Það trúði á goð en einnig á vætti, jötna, dverga og fleiri máttugar verur. Trúarbrögð sem hafa mörg goð og gyðjur kallast fjölgyðistrú. Virðing, ábyrgð og heiðarleiki eru mikilvæg í huga ásatrúarfólks. Fólk leggur áherslu á að lifa í sátt við sjálft sig og náttúruna. Helgiathafnir ásatrúarfólks eru oftast haldnar úti í náttúrunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=