75 1. Hvað þýðir að nema land? 2. Hvað gætu viðurnefni landnámsfólksins þýtt? 3. Ef Ísland væri eyðieyja í dag, hvar myndir þú vilja nema land? NÝ ORÐ • öndvegis- súla • ekkja • að vega Ásgerður Asksdóttir sigldi til Íslands ásamt börnum sínum og hálfbróður. Maðurinn hennar, Ófeigur, var veginn áður en þau lögðu af stað. Hún ákvað þá að stýra förinni sjálf. Þórunn hyrna fæddist í Noregi en Helgi magri á Írlandi. Hann var kristinnar trúar en hét stundum á þrumuguðinn Þór. Þau hjónin námu land í Eyjafirði. Landnámið var stórt og gáfu þau mörgum ættingjum sínum jarðir. Vorið eftir að Þórunn og Helgi námu land eignuðust þau dótturina Þorbjörgu hólmasól. Ásgerður nam land undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. Hér verður gott að búa.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=