HALLÓ HEIMUR 2

74 Landnámsfólk Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir eru oft kölluð fyrsta landnámsfólk Íslands. Ingólfur kastaði öndvegissúlum sínum fyrir borð og ákvað að búa þar sem þær ræki á land. Þau námu land í Reykjavík. Auður djúpúðga var ekkja sem kom frá víkingabyggðum á Bretlandseyjum og nam land í Dölum. Hún gaf nokkrum af vinnumönnum sínum og þrælum bæði lönd og frelsi. Thor! Vissir þú að Ingólfur og Hallveig voru norsk eins og þú? Kannski ertu skyldur þeim! Þegar Auður bjó á Írlandi var hún drottning. Á Íslandi var hún valdamikil og rík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=