HALLÓ HEIMUR 2

Nauðsynlegt vatn Í gamla daga var ekkert rennandi vatn á heimilum. Fólk bar vatnið heim úr bæjarlæknum. Sumt fólk safnaði regnvatni eða sótti vatn í helli. Annað fólk hafði brunn. Í dag höfum við vatnsveitu sem leiðir vatn inn í húsin. Nú þarf bara að skrúfa frá krana. 64 Heita vatnið er merkt með rauðu. Fara þarf varlega í kringum það. Sérstaklega í baði og sturtu. Kalda vatnið er hollt og svalandi. Það er merkt með bláum lit. Vatnið er auðlind sem þarf að fara sparlega með. Vatn er öllum lífverum nauðsynlegt en við þurfum líka að umgangast það varlega. Í gamla daga voru ekki þvottavélar, kranar eða vatnssalerni á heimilum Íslendinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=