34 Slys Plástur dugar á lítil sár. Stærri skurði þarf að skoða á slysavarðstofu. Stundum þarf að sauma. Slysin gerast alls staðar og því þarf að fara varlega. Margir lenda í því að snúa upp á fót eða hönd. Þá tognar vöðvi og bólga myndast. Þegar bein brotnar er tekin röntgenmynd. Oft þarf að laga beinbrot með aðgerð. Meðan bein grær er það varið með gifsumbúðum. Það tekur nokkrar vikur. Nei, sæl Sofia mín, ertu búin að brjóta þig aftur? Já, eiginlega sama og síðast. Smá hjólaslys. Og Bangsa-Lína líka, hún handleggsbrotnaði í sama slysi. Þegar Sofia slasaðist fannst henni gott að hafa Bangsa-Línu hjá sér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=