HALLÓ HEIMUR 2

32 Sjúkdómar Stundum eru gefin lyf í veikindum. Þau geta hjálpað okkur að ná bata. Oft batnar fólki en stundum þarf að læra að lifa með sjúkdómum. Sumir sjúkdómar eru meðfæddir. Aðrir geta komið seinna á ævinni. Hægt er að hafa ofnæmi fyrir lyfjum. Líka fyrir dýrum, mat og gróðri. Vá, þetta er svona merki sem bjargar manns- lífum. Við þurfum að finna eigandann, strax! Ha? Hvernig getur armband bjargað manns- lífum? Vá, flýtum okkur og látum Mínervu vita. Hún veit hvað er best að gera. Sjáðu hvað ég fann í matsalnum, Líf. Sjáðu, það stendur hnetuofnæmi . Ef eigandinn fær ofnæmiskast og getur ekki andað eða talað þá vita læknarnir hvað á að gera! En nú hefur barnið týnt armbandinu sínu!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=