HALLÓ HEIMUR 2

25 1. Hver er munurinn á vindmyllu og viftu? 2. Hvernig er hægt að ferðast um loftin öðruvísi en í loftbelg? 3. Hvaða hljóðfæri þekkir þú? NÝ ORÐ • vindkæling • svifflug • blásturshljóðfæri Til eru mörg blásturshljóðfæri úr málmi og tré. Lofti er blásið í gegnum hljóðfærið og tónar myndast. Tónlistarfólk sem spilar á blásturshljóðfæri þarf að læra að anda rétt. Það þarf líka að læra að lesa nótur. Hljóðfæri Ef þú festir ýlustrá á milli þumalfingra og blæst fast þá veistu af hverju það kallast ýlustrá. Þetta eru nótur. Það er gott að þekkja þær ef við viljum spila á hljóðfæri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=