HALLÓ HEIMUR 2

HALLÓ HEIMUR 2 – Áfram með grúskið! Áfram með grúskið! Samfélags- og náttúrugreinar fyrir yngsta stig grunnskóla. Halló aftur! Munið þið eftir okkur í Grúskfélaginu? Í Halló heimur 2 grúskum við áfram og lærum meira um samfélagið og náttúruna. Við skoðum veröldina í kringum okkur, gerum tilraunir, vinnum skapandi verkefni, föndrum og fræðumst svo auðvitað um heima og geima. Við gerðum líka fróðlega og skemmtilega verkefnabók handa ykkur með alls konar þrautum og áskorunum. Mínerva kennari er mjög ánægð með hvernig efnið okkar tengist bæði hæfniviðmiðum og heimsmarkmiðum. Hún útbjó flottar kennsluleiðbeiningar sem finna má á vef mms.is. Komið endilega með okkur í grúskleiðangur, allir krakkar eru velkomnir! Höfundar: Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir Myndhöfundur: Iðunn Arna 40235 HALLÓ HEIMUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=