Norðurlönd: landsvæði þar sem nú eru Ísland, Færeyjar, Grænland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk. O ofnæmi: of mikið næmi fyrir einhverju sem neytt er, andað er inn eða kemst í snertingu við húð. P persóna: einstaklingur, t.d. manneskja. R raflost: þegar líkaminn kemst í beina snertingu við rafmagn. rafstraumur: flæði rafmagns. ragnarök: heimsendir í norrænni goðafræði. ránfugl: fugl með hvasst, bogið nef, sterkar, beittar klær, skarpa sjón og veiðir sér til matar. regnskógur: skógur, yfirleitt í hitabeltinu, þar sem rignir mikið. reikistjarna: hnöttur sem er á braut umhverfis sól. rekaviðardrumbur: trjábolur sem hefur legið lengi í sjó og loks rekið á land. ryðja: hreinsa burtu runna og tré, t.d. með því að höggva þau eða brenna. S samgleðjast: taka þátt í gleði annarra. sál: andi fólks, hugsanir þess, tilfinningar og vitund. siður: hegðun eða venja sem fólk telur vera rétta. sífellt: endurtekur sig aftur og aftur. 127 síga: leka hægt og rólega niður. sírena: hávært hljóð frá lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabifreiðum, sem varar aðra vegfarendur við að viðbragðsaðilar séu á hraðferð. sjálfsmynd: sú hugmynd sem fólk gerir sér um sig sjálft. sjálfstæði: geta gert eitthvað sjálf, vera óháð öðrum. sjávarsíða: strönd eða svæði við sjóinn. skaða: þegar fólk hefur orðið fyrir meiðslum eða tjón hefur orðið á einhverju. skaðlegt: eitthvað sem er hættulegt, getur skaðað lífríki eða náttúru. skynja: að finna fyrir einhverju, t.d. reyk eða hita. slysavarðstofa: bráðamóttaka á sjúkrastofnun þar sem hlúð er að veiku og slösuðu fólki. smádýr: padda (liðdýr, lindýr og liðormur) sem finnst helst í sjó en einnig á þurru landi. sneiða: að skera eitthvað í sneiðar. sóa: eyða einhverju að óþörfu. spörfugl: langstærsti ættbálkur fugla, flestir smávaxnir, með setfót þar sem þrjár klær vísa fram og ein aftur. steingervingur: leifar jurta, dýra og annarra lífvera frá fortíð. stéttaskipting: skipting þjóðfélagsins í mismunandi stéttir. súrefni: lofttegund sem margar lífverur þarfnast.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=