HALLÓ HEIMUR 2

Hugtök íkveikja: þegar kviknar í út frá tæki eða kerti eða þegar einhver kveikir viljandi í. J jákvætt: bregðast við af áhuga og vinsemd. jurtaæta: dýr sem lifir á jurtum. K kenning: staðhæfing sem er sett fram til að útskýra eitthvað. knattleikur: leikur með bolta (knöttur = bolti). komast af: lifa af, geta lifað við ákveðnar aðstæður. kuml: gröf í heiðnum sið. kúpt: skállaga form, það sem hvelfist inn á við. kvíði: sú tilfinning að óttast eitthvað, sem hefur ekki enn gerst, allt frá ónotum yfir í ofsahræðslu. L líferni: það hvernig fólk lifir og þær ákvarðanir sem það tekur og tengjast heilbrigði. líflaust: svæði þar sem ekkert líf er til staðar. lífríki: lífverur sem finnast á ákveðnu landsvæði. lífshættulegt: ógnar lífi fólks. lífvera: lifandi vera, dýr eða planta. lítilsvirðing: skortur á virðingu. loðdýrabú: sveitabýli þar sem loðdýr eru ræktuð til skinnaframleiðslu. loft: loftið sem við öndum að okkur. Það samanstendur af nokkrum gastegundum, aðallega súrefni og nitri. loftbóla: lítil loftfyllt bóla sem myndast einkum í vatni. lofthjúpur: u.þ.b. 100 kílómetra þykkt lag af lofti sem umlykur Jörðina. lyfjaverslun: verslun sem selur lyf, vítamín, snyrtivörur og fleiri heilsutengdar vörur. lög: reglur sem samfélag hefur ákveðið að fara eftir. M magn: umfang, stærð eða fjöldi. markmið: ákveðið takmark sem stefnt er að. matjurt: jurtir sem ræktaðar eru til matar. málsháttur: stutt setning sem inniheldur speki eða boðskap. miðlunarlón: manngert stöðuvatn sem notað er til að safna vatni til notkunar í vatnsaflsvirkjun. mistök: eitthvað sem fer öðruvísi en það átti að fara. mótefni: efni sem líkaminn myndar þegar hann verður fyrir áhrifum veiru og er líklegt til að vernda hann gegn frekari veikindum. N nagdýr: fjölmennasti ættbálkur spendýra, með stórar framtennur sem vaxa alla ævi. nákvæmt: að vanda sig og huga að öllum smáatriðum. náttúruhamfarir: stórfelldur viðburður í náttúrunni sem gerist snöggt og veldur varanlegum breytingum á umhverfinu. njóta: að líða vel með eitthvað t.d. að borða góðan mat eða vera í fríi. 126

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=