HALLÓ HEIMUR 2

108 Sjálfstraust eða sjálfselska? Við þurfum að elska okkur sjálf. Það má þó ekki bitna á öðru fólki. Sjálfselskt fólk gleymir stundum að hugsa um aðra. Stundum telur fólk sig betra og klárara en allir aðrir. Það boðar aldrei gott. NÝ ORÐ • bitna á • boða • markmið Sjálfstraust þýðir að við trúum á eigin getu. Stundum trúum við ekki að við getum hlutina. Þá er frábært að prófa samt. Æfingin skapar meistarann. Ræktum hæfileikana. Látum drauma rætast. Verum bjartsýn. Hugsum jákvætt, þá verður lífið léttara. Það er ekki gott að hugsa bara um eigin hag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=