Halló heimur 1

97 Fróðný og Artie eru næm á tilfinningar annarra og þeim finnst líka gaman að syngja. Þau fengu Grúskarana til að prófa Tilfinningaleikinn. Þá syngja börnin lagið Allir krakkar nokkrum sinnum og leggja áherslu á eina tilfinningu í hvert sinn. Þannig syngja þau ýmist kát, reið, með fýlusvip, feimin, sorgmædd, spennt, forvitin eða hrædd. Hvernig væri að bekkurinn ykkar myndi prófa? Birna elskar þrautir og er að gera orðasúpu með kynjaskepnum í stílabókina sína. Hún notar reglustiku til að gera reiti á blaðið áður en hún felur orðin. Svo ætlar hún að fylla upp í tóma reiti með fleiri bókstöfum. Prófaðu að hanna orðasúpu með kynjaskepnunum til að leggja fyrir bekkjarsystkini þín. Verkefni og umræður Thor er mikill orðasafnari og það hefur oft hjálpað honum. Nú er hann að búa til þríhöfða orðaskrímsli með orðum sem tengjast þjóðtrú. Hann skrifar hvert orð á miða og notar til að lengja búkinn. Hjálpist að við að gera orða- skrímsli fyrir ykkar skóla. a) Hvað er skrímslið ykkar langt í skrefum? b) Hvað eru mörg orð í þríhöfðaskrímslinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=