Halló heimur 1

93 1. Hvernig má lýsa álfabyggð? 2. Við eigum nöfn sem byrja á Álf-, finndu eins mörg og þú getur. 3. Hvað hefur þú heyrt talað um margar tegundir af álfum? NÝ ORÐ • huldufólk • ríkmannlegt • ósýnilegt Þjóðsögur segja að stundum bjóði álfar fólki að koma inn í steininn sinn. Það getur verið hættulegt. Fólk getur lokast inni í álfabústað. Í álfabyggðum eru álfakirkjur. Flestir segja álfa vera kristinnar trúar. Í Grásteini búa álfar. Hvað ætli þeir séu að bralla? Getur þú fundið álfakirkjuna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=