Halló heimur 1

87 1. Má fólk ráða því hverju það trúir? 2. Um hvaða trúarbrögð hefur þú heyrt? 3. Hvað er draugur? NÝ ORÐ • trúarbrögð • iðka trú • bænahús Trúarbrögð Við trúum ekki öll því sama. Til eru ótalmörg trúarbrögð í heiminum. Oft vill fólk, sem trúir því sama, iðka trú sína saman. Kristnir hittast í kirkju. Múslimar hittast í mosku. Hindúar hittast í musteri. Bænahús eru af mörgum gerðum. Þekkir þú þessa kirkju? Til eru bænahús sem þjóna mörgum trúarbrögðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=