67 1. Nefndu dæmi um öryggisbúnað í umferðinni. 2. Hvernig geta keðjuhlíf, bjalla og glitaugu aukið öryggi okkar á hjóli? 3. Hvaða öryggistæki eru til fyrir hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta? NÝ ORÐ • bílbelti • loftpúði • keðjuhlíf Gangandi vegfarendur þurfa að sjást vel. Við sjáumst betur í ljósum fötum en dökkum. Ljós frá bíl kastast til baka af endurskinsefni. Að nota endurskinsmerki, skábelti eða endurskinsvesti er frábær leið til að sjást vel. Það er líka töff að vera upplýst! ? Hversu töff ert þú í umferðinni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=