Halló heimur 1

29 Artie er að búa til skuggaleikhús fyrir bekkjar- kvöld. Hann notar grillpinna, pappa og lím til að búa til persónur. Svo notar hann lampa eða annan ljósgjafa til að varpa skuggunum upp á vegg. Hjálpaðu Artie að útbúa skugga- leikhúsið í tæka tíð fyrir bekkjarkvöldið. Fróðný komst að því að speglun er líka til í stærðfræði. Hún bjó til endurskinspersónu sem speglast. Aðferðin er auðveld: 1. Brjóttu blað í tvennt. 2. Teiknaðu hálfa persónu eftir heilu línunni. 3. Klipptu persónuna þína út og teiknaðu á hana útiföt. 4. Mundu eftir endurskinsmerkjunum. Birna er mjög skipulögð og finnst gott að sjá hlutina myndrænt. Hún ákvað að skrá niðurstöður vasaljósatilraunarinnar úr verkefnabókinni í Y-kort. Hjálpaðu henni að klára kortið. Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=