Halló heimur 1

17 Birnu finnst merkilegt hvernig náttúran breytist eftir árstíðunum. Hvað á hún við? Taktu hvítt blað og skiptu því í fjóra jafn stóra hluta. Teiknaðu eina mynd í hvern hluta blaðsins sem táknar vorið, sumarið, haustið og veturinn. Litaðu myndirnar. Við mannfólkið erum ekki með feld og fjaðrir eins og dýrin. Við þurfum að læra veðurtákn, fylgjast með veðurspá og klæða okkur eftir veðri. Saga ætlar að fylgjast með veðrinu í eina viku og skrá veður og hitastig í stílabókina sína. Hjálpaðu henni. Birkir er að búa til sólarkort. Á miðju blaðsins skrifaði hann orðið sól. Út frá sólinni teiknaði hann nokkur strik, líkt og geisla, og á hvert strik ætlar hann að skrifa orð sem byrjar á sól-. En honum detta engin orð í hug. Getur þú hjálpað honum? Búðu til þitt eigið sólarkort. NÝ ORÐ • síbreytilegt • veðurspá • veðurtákn Verkefni og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=