Halló heimur 1

12 Haust Á haustin kólnar. Litirnir í náttúrunni breytast og laufblöðin verða litríkari . Laufblöðin falla af trjánum. Hvað sérðu marga haustliti? Berin eru fullþroskuð og fólk fer í berjamó. Við tökum kartöflur og grænmeti upp úr matjurtagörðum. Uppskeran er nýtt til matar. Farfuglarnir fljúga til heitari landa. Sauðfé er sótt á fjall og smalað í réttir. Sum dýr eru nýtt til matar. Sumt fólk gerir slátur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=