ógegnsætt: þegar ljós sést ekki í gegnum hlut. ólíkt: ekki líkt, er mismunandi t.d. í útliti og innræti. ósýnilegt: þegar eitthvað sést ekki en er samt til. regla: fyrirmæli sem þarf að fara eftir. regnbogi: litríkur ljóssveigur sem sést á himni þegar sólin skín í votviðri. reikistjarna: hnöttur sem er á sporbaug umhverfis sólina. réttir: hólfað gerði þar sem fé er dregið sundur á haustin. réttlátt: er sanngjarnt, gerir það sem er rétt. ríkmannlegt: líta út fyrir að vera ríkt. samkomulag: þegar einstaklingar geta allir sætt sig við sömu lausnina. sammála: að finnast það sama. sáttfýsi: að geta hlustað á aðra og vilja sættast. sérhannað: hannað til að nota á ákveðinn hátt. sérkenni: það sem er alveg sérstakt við eitthvað, einkennir það. síbreytilegt: alltaf að breytast. sjávarlífvera: lífvera sem býr í sjó. sjúkralið: fólk sem starfar í sjúkrabíl. skipuleggja: að hafa allt í röð og reglu. Hugtök manneskja: mannvera, persóna, ekki dýr. matarsóun: þegar mat er hent að óþörfu. málmur: efni með málmgljáa, oftast hart og þungt. mánuður: í einu ári eru 12 mánuðir. Mánuður er 30 eða 31 dagur nema febrúar sem er 28 eða 29 dagar. melta: vinna næringu úr matnum. merkjagjöf: merki sem lögregla gefur þegar hún stjórnar umferð. milljarður: 1.000.000.000, þúsund milljónir. náttúrulegt: það sem tilheyrir náttúrunni. nytsamlegt: gagnlegt eða þarft. nægjusemi: að þurfa ekki að eiga mikið. næmt: að hafa sterka tilfinningu fyrir einhverju. ofbeldi: að meiða annað fólk annaðhvort líkamlega eða andlega. olnbogabót: kverkin þar sem upphandleggur og framhandleggur mætast. orka: eldsneyti fyrir líkamann svo að hann virki. orkumikið: hefur mikla orku. M N 0 Ó R S 126
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=