Halló heimur 1

iðka trú: að rækta trú sína. innsæi: að hafa næman skilning, t.d. á tilfinningum. ímyndunarafl: hæfileikinn til að láta sér detta margt í hug. jarðvarmi: hiti í jörðu sem berst upp á yfirborð með vatni eða gufu. keðjuhlíf: ver keðju á reiðhjóli svo ekkert flækist í henni. kryppa: bunga á hrygg manneskju eða dýrs. landnámsfólk: fólkið sem kom fyrst til Íslands. liðugt: eiga auðvelt með að beygja sig og sveigja. litríkt: eitthvað sem er í mörgum litum. líkami: líkaminn með vöðvum, beinum, líffærum og öllu tilheyrandi. líkamshluti: hluti líkamans, t.d. handleggur eða höfuð. ljósgjafi: fyrirbæri, áhald eða tæki sem gefur sýnilegt ljós. loftpúði: púði í bíl sem blæs út við árekstur. lygnt: þegar það er enginn eða mjög lítill vindur. gangbraut: leið sem á að nota til að fara yfir götu. gangstétt: steinlögð gangbraut meðfram götum. gatnamót: staður þar sem götur mætast. gegnsætt: ljós sést vel í gegn. gerviefni: efni sem er ekki til í náttúrunni heldur framleitt úr tilbúnum efnum. glitauga: endurskinsflötur, t.d. á reiðhjólum. gæra: skinn af kind með ullinni á. háð: að þurfa aðstoð með athafnir daglegs lífs. hálfgegnsætt: ljós sést að hluta til í gegn. hálfsystkini: systkini sem eiga eitt sameiginlegt foreldri. heimilisstörf: störf sem þarf að sinna á heimilinu. hellir: hvelfing inni í kletti, oft með þröngu opi. hey: gras sem búið er að þurrka. hitamælir: tæki til að mæla hita. huldufólk: yfirnáttúrulegar mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum. húsnæði: staður til að búa á. hylja: fela eitthvað. hægðir: úrgangsefni fæðu sem líkaminn skilar, kúkur. hætta: eitthvað hættulegt, háski, voði eða ógn. G H I J K L 125 Í

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=