Halló heimur 1

Hugtök afkvæmi : barn foreldra, sem menn eða dýr ala af sér. afþakka : þiggja ekki það sem er í boði. alæta : dýr sem étur bæði jurtir og kjöt. annatími : tími þegar mikið er að gera. árstíð : ákveðinn hluti ársins, vor, sumar, haust eða vetur. ábyrgð : að hafa umsjón með einhverju. Barnasáttmálinn : reglur um framkomu við börn. beinagrind : öll bein líkamans sem ein heild. bílbelti : öryggisbelti sem notuð eru í bíl. blindrahundur : hundur sem aðstoðar blint og sjóndapurt fólk. brum : fyrsti vöxtur blaða á trjágreinum. búkur : magi, brjóst og bak. búrdýr : dýr sem búa í búri t.d. páfagaukar og fiskar. búsvæði : svæði sem lífvera velur að búa í og hentar best. byggingarefni : efni sem hægt er að nota til að búa eitthvað til úr. bænahús : hús þar sem fólk iðkar trú. A Á B dýralæknir : læknir sem læknar dýr en ekki fólk. dæla : hjartað ýtir blóði frá sér og pumpar því þannig út í blóðrásina. einkabíll : bíll sem er í eigu einstaklings. einkastaður : staður sem óviðeigandi er að stara á og aðrir mega ekki koma við. endurskinsmerki : hlutur sem endurvarpar ljósi. endurspeglast : það að speglast, að skoppa til baka. fara á fjall : kindur og lömb fara á fjall að vori til sumardvalar. farþegi : allir í ökutækinu nema bílstjórinn. ferfætt : með fjóra fætur. fjós : bústaður kúa. fjölbreytt : af ýmsu tagi, margs konar. fjölnota : hlutur sem hægt er að nota aftur og aftur. fjölskyldumeðlimur : einstaklingur sem tilheyrir fjölskyldunni. forréttindi : réttindi sem einhver nýtur umfram aðra. fóður : það sem dýrum er gefið að éta. framleiða : að búa eitthvað til í miklu magni. frjósa : þegar t.d. vatn kólnar niður fyrir frostmark og breytist í ís. fæða : matur. D E F 124

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=