Halló heimur 1
123 Saga hannaði sáttaveru fyrir börnin í bekknum til að minna á að öll þurfum við á fyrirgefningu að halda einhvern tímann á ævinni. Þá er líka gott að læra að fyrirgefa öðrum. Saga notaði sáttahendurnar til að búa til faðm úr renningum og litla skál til að teikna höfuðið. Í faðminn skrifaði hún falleg skilaboð. Sáttfúsu verurnar voru mjög flottar uppi á vegg! Prófaðu að búa til sáttaveru. Thor safnar hugmyndum um virðingu og er búinn að skrá nokkur orð hjá sér. Hjálpaðu honum að setja þau upp í sólarkort. Verkefni og umræður Trausti er blindur og því skiptir miklu máli að önnur börn sýni honum tillitssemi. Til dæmis að skilja skólatöskur ekki eftir þar sem hann getur dottið um þær. En við þurfum öll að láta taka tillit til okkar á einhvern hátt. Sumir eru með ofnæmi og aðrir hræddir við skordýr. Hvað með þig? Hræðist þú eitthvað? v i rðing
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=