Grúskarar hefja störf! HALLÓ HEIMUR Grúskarar hefja störf!
Í þessari bók lærið þið um: • árstíðir og veður • ljós og skugga, speglun og endurskin • líkamann og hvernig börn verða til • dýr og dýralíf • öryggi í umferðinni • landið okkar og umhverfismál • trúarbrögð, þjóðtrú og sjálfstrú • mikilvægi svefns, hreyfingar og næringar • margs konar fjölskyldur og Barnasáttmálann HALLÓ HEIMUR nemendabók Grúskarar hefja störf!
HALLÓ HEIMUR Thor Saga Líf Artie Sofia Trausti Birna Birkir Fróðný Grúskarar hefja störf! Jónella Sigurjónsdóttir Unnur María Sólmundsdóttir Myndhöfundur: Iðunn Arna
2 Árstíðir ....................... 4 Árið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Árstíðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Vor................................ 8 Sumar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Haust . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Vetur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Veður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Ljós og skuggar . . . . . . . . . . . 18 Ljós . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Regnbogi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Ljós og skuggar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Skuggamyndir...................... 23 Skuggahreyfingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Sólúr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Speglun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Endurskin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Húsdýr og gæludýr . . . . . . . 44 Húsdýr............................ 46 Ísveitinni.......................... 48 Dýrin á bænum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Gæludýr........................... 54 Dýralíf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Mannslíkaminn . . . . . . . . . . . . . 30 Líkaminn okkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Líkamshlutar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Líffæri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Skynfærin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Barn verður til . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Einkastaðirnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Beinagrindin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Náttúrugreinar Efnisyfirlit
3 Sjálfsmyndin . . . . . . . . . . . . . . . 98 Svefn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Til hvers þurfum við að sofa? . . . . . . . . . 101 Næring............................ 102 Hreinlæti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104 Hreyfing........................... 106 Hver er ég? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 Að setja sig í spor annarra . . . . . . . . . . 109 Vinátta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 111 Fjölskyldan . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112 Margs konar fjölskyldur . . . . . . . . . . . . . 114 Afarogömmur..................... 115 Fjölskyldan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 116 Réttindi og forréttindi . . . . . . . . . . . . . . 119 Barnasáttmálinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 Ég er eins og ég er . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 123 Hugtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 124 Samfélagsgreinar Umhverfið okkar ........... 70 Landið okkar Ísland . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Hafið í kringum Ísland . . . . . . . . . . . . . . . 74 Umhverfisvernd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Orkuframleiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Matarsóun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Lífræn efni og gerviefni . . . . . . . . . . . . . . 79 Vistspor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Lifandi Jörð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 83 Trú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Trú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Trúarbrögð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Þjóðtrú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Tröllin í fjöllunum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 Álfar og huldufólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 Kynjaskepnur á kreiki . . . . . . . . . . . . . . . . 94 Sjálfstrú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 97 Umferðin ..................... 58 Umhverfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Örugg í umferðinni . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Umferðarmannvirki . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Öryggisbúnaður í umferðinni . . . . . . . . . 66 Viðbragðsaðilar..................... 68 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 69
ÁRSTÍÐIR Í þessum kafla ætlum við að læra: ● um einkenni árstíða ● röð mánaða og árstíða ● hvernig við klæðum okkur eftir veðri 4
Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til sólarkort ● skoða hvernig klaki bráðnar 5
6 Í árinu eru 12 mánuðir. Janúar er fyrsti mánuður ársins og desember er sá síðasti. Mánuðirnir koma alltaf í sömu röð. Hver mánuður hefur sín sérkenni og veðrið er aldrei eins frá degi til dags. Júní er hlýr mánuður miðað við janúar sem getur verið mjög kaldur. Hægt er að fylgjast með hita á hitamæli. Hitamælar sýna hita og kulda. Rauður litur táknar hita og blár kulda. Árið
7 NÝ ORÐ • sérkenni • hitamælir • árstíð 1. Í hvaða mánuði fæddist þú? 2. Hvaða árstíð er núna? 3. Hvenær lýkur skólanum? ? Árstíðir Árið skiptist í fjórar árstíðir. Þær heita vor sumar haust vetur VOR SUMAR HAUST VETUR mars aprí l maí j úní j úl í ágúst septe mber október nóvember de sember j anúar febrúar
8 Vor Á vorin vaknar allt upp eftir kaldan veturinn. Fyrstu grasstráin gægjast upp úr moldinni. Brum myndast á trjánum. Svo koma laufblöðin. Mörg dýr eignast afkvæmi á vorin. Fuglarnir verpa í hreiður, ærnar eignast lömb og þau fara á fjall með móður sinni. Flugur fara á kreik. Farfuglarnir koma til landsins.
9 NÝ ORÐ • brum • afkvæmi • fara á fjall Það hlýnar í veðri og fólk klæðist léttari fötum. Fólk hreinsar upp rusl sem kemur í ljós þegar snjórinn bráðnar. Krakkar taka út hjólin sín og hjálmana og fara í útileiki. 1. Hvernig er veðrið á vorin? 2. Nefndu dæmi um létt föt. 3. Hvaða viðburðir og hátíðir tengjast vorinu? ?
10 Sumar Sumarið er hlýjasta árstíðin. Þá er sólin hæst á lofti og hitar jörðina. Á sumrin er frí í skólanum. Margir fara í ferðalög. Sumrin eru annatími í sveitinni. Bændur rækta fóður fyrir húsdýrin sín. Sumir rækta grænmeti. Á sumrin sprettur grasið og gaman er að leika sér úti.
11 1. Hvað éta villtu dýrin á sumrin? 2. Hvað þýðir að skjóta upp kollinum? 3. Hvaða blóm þekkir þú? ? NÝ ORÐ • annatími • fóður • þroskast Fuglarnir syngja. Hagamýs og önnur villt dýr hafa nóg að éta. Á sumrin eru dagarnir langir og næturnar bjartar. Blómin skjóta upp kollinum og trén stækka. Berin þroskast. Grasið er grænt. Sumarnótt á Íslandi.
12 Haust Á haustin kólnar. Litirnir í náttúrunni breytast og laufblöðin verða litríkari. Laufblöðin falla af trjánum. Hvað sérðu marga haustliti? Berin eru fullþroskuð og fólk fer í berjamó. Við tökum kartöflur og grænmeti upp úr matjurtagörðum. Uppskeran er nýtt til matar. Farfuglarnir fljúga til heitari landa. Sauðfé er sótt á fjall og smalað í réttir. Sum dýr eru nýtt til matar. Sumt fólk gerir slátur.
13 1. Hvaða litir einkenna haustið? 2. Í hvaða mánuði byrjar skólinn? 3. Hvað getum við gert til að öll börn hlakki til að byrja í skólanum? ? NÝ ORÐ • litríkt • uppskera • smala Skólinn hefst á ný. Það er spennandi að hitta skólafélagana eftir sumarfríið.
14 Vetur Veturinn er kaldasta árstíðin. Stundum verður svo kalt að pollar, vötn, fossar og lækir frjósa. Það snjóar. Allir þurfa að klæða sig vel. Það getur verið hættulegt að fara illa klædd út í mikinn kulda. Sum húsdýr eru tekin inn í hús. Flest þeirra þola ekki kulda og vond veður. Það er gott að gefa smáfuglunum. Rjúpan skiptir um lit og fer í hvítan vetrarbúning.
15 NÝ ORÐ • frjósa • smáfugl • vetrarbúningur 1. Af hverju er vetrarbúningur rjúpunnar hvítur? 2. Hvernig er hægt að leika sér úti á veturna? 3. Hvaða hátíðir eru haldnar á veturna? ? Á veturna er gaman að leika sér úti í snjónum. Þegar veturinn er dimmastur halda kristnir menn jól. Í öðrum trúarbrögðum eru líka haldnar ljósahátíðir. Gamlárskvöld í Reykjavík.
16 Veður SÓL RIGNING ROK SNJÓKOMA Veðrið er síbreytilegt. Hægt er að fylgjast með veðurspá. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri.
17 Birnu finnst merkilegt hvernig náttúran breytist eftir árstíðunum. Hvað á hún við? Taktu hvítt blað og skiptu því í fjóra jafn stóra hluta. Teiknaðu eina mynd í hvern hluta blaðsins sem táknar vorið, sumarið, haustið og veturinn. Litaðu myndirnar. Við mannfólkið erum ekki með feld og fjaðrir eins og dýrin. Við þurfum að læra veðurtákn, fylgjast með veðurspá og klæða okkur eftir veðri. Saga ætlar að fylgjast með veðrinu í eina viku og skrá veður og hitastig í stílabókina sína. Hjálpaðu henni. Birkir er að búa til sólarkort. Á miðju blaðsins skrifaði hann orðið sól. Út frá sólinni teiknaði hann nokkur strik, líkt og geisla, og á hvert strik ætlar hann að skrifa orð sem byrjar á sól-. En honum detta engin orð í hug. Getur þú hjálpað honum? Búðu til þitt eigið sólarkort. NÝ ORÐ • síbreytilegt • veðurspá • veðurtákn Verkefni og umræður
18 LJÓS OG SKUGGAR Í þessum kafla ætlum við að læra: ● hvers vegna við sjáum liti ● hvernig skuggar breytast ● hvernig speglar virka
19 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til skuggamyndir ● fylla inn í orðaskugga
20 Björt sólin skín á blómið. Sólarljósið skoppar af blóminu til augans. Þá segjum við að ljósið endurspeglist frá blóminu og við sjáum litinn á því. Augað þarf ljós til að sjá. Þegar það er dimmt sjáum við liti verr. Án ljóssins sjáum við ekkert. Ljós
21 NÝ ORÐ • endurspeglast • vatnsdropi • regnbogi 1. Hvernig getur ljós skoppað? 2. Hvað þarft þú til að sjá? 3. Af hverju er hættulegt að horfa beint í sólarljós? Sumir trúa að hægt sé að óska sér undir regnboganum. Sumir trúa því að fjársjóður finnist við enda regnbogans. Hvað heldur þú? Stundum svífa litlir vatnsdropar um uppi í himninum. Þegar sólin skín á þá endurspeglast margir litir. Litirnir mynda fallegan regnboga. Ég óska … ? Regnbogi
22 Hlutir sem hleypa ljósinu í gegnum sig eru gegnsæir. Aðrir hleypa hluta af ljósinu í gegnum sig og eru því hálfgegnsæir. Hlutir sem hleypa engu ljósi í gegnum sig eru ógegnsæir. Þeir mynda skugga. Ljós og skuggar
23 NÝ ORÐ • gegnsætt • hálfgegnsætt • ógegnsætt Ljós og skuggar eru andstæður. Það er hægt að búa til myndir úr skuggum. Þær kallast skuggamyndir. Í skuggaleikhúsi eru sögur sagðar með skuggamyndum. 1. Hvernig verður skuggi til? 2. Í hvað notum við gegnsætt efni? 3. Hvernig getur þú látið skuggann þinn hverfa? ? Skuggamyndir
24 Það er ljósið sem lætur skuggana breytast. Ef ljósið hreyfist hreyfast skuggarnir líka. Þegar sólin er hátt á lofti verða skuggarnir styttri. Þegar sólin er lágt á lofti lengjast skuggarnir. Skuggahreyfingar Þú getur látið þá styttast og lengjast með því að hreyfa ljósgjafann. Ljósgjafi getur bæði verið tilbúinn og náttúrulegur. Skuggamynd að sumri. Skuggamynd að vetri.
25 NÝ ORÐ • ljósgjafi • náttúrulegt • sólúr 1. Hvernig hreyfast skuggar? 2. Hvort eru skuggarnir úti lengri á sumrin eða á veturna? 3. Hvaða ljósgjafar eru a) náttúrulegir? b) tilbúnir? ? Áður fyrr notaði fólk sólarljósið til að fylgjast með tímanum. Það kallast sólúr. Sólúr er búið til úr skífu með priki í miðjunni. Skugginn af prikinu sýnir hvað klukkan er. Víkingabörn skoða sólúr. Þú getur líka búið til þitt sólúr. Sólúr
26 Þegar ljós fellur á spegil kastast það til baka. Þá sjáum við spegilmynd okkar. Við getum líka séð spegilmyndir í lygnu vatni og gluggarúðu. Málmar geta líka endurvarpað spegilmynd. Speglun Það má gera skemmtilega hluti með speglum. Speglar geta flutt ljós á milli staða. Þá má nota til að kíkja fyrir horn. Spegla má nota í umferðinni. Hvað stendur framan á bílnum?
27 1. Hvers vegna eru sjúkrabílar merktir þannig að við sjáum orðið sjúkrabíll öfugt? 2. Hvernig getur þú séð hnakkann á þér? 3. Hvað gerist ef þú speglar þig í skeið? NÝ ORÐ • spegilmynd • lygnt • málmur Í speglagöngu er líkt og stofan snúist á hvolf og gengið sé eftir loftinu. ? Það er gaman að leika sér með spegla.
28 Svona virka endurskinsmerki. Þegar ljós endurvarpast af hlut kallast það endurskin. Endurskinsefni er notað í endurskinsmerki, glitaugu og umferðarmerki. Það er sérhannað til að varpa ljósi til baka. Til að auka öryggi sitt í umferðinni er mikilvægt að nota endurskinsmerki þegar rökkva fer. Endurskin NÝ ORÐ • glitauga • sérhannað • endurskinsmerki
29 Artie er að búa til skuggaleikhús fyrir bekkjarkvöld. Hann notar grillpinna, pappa og lím til að búa til persónur. Svo notar hann lampa eða annan ljósgjafa til að varpa skuggunum upp á vegg. Hjálpaðu Artie að útbúa skuggaleikhúsið í tæka tíð fyrir bekkjarkvöldið. Fróðný komst að því að speglun er líka til í stærðfræði. Hún bjó til endurskinspersónu sem speglast. Aðferðin er auðveld: 1. Brjóttu blað í tvennt. 2. Teiknaðu hálfa persónu eftir heilu línunni. 3. Klipptu persónuna þína út og teiknaðu á hana útiföt. 4. Mundu eftir endurskinsmerkjunum. Birna er mjög skipulögð og finnst gott að sjá hlutina myndrænt. Hún ákvað að skrá niðurstöður vasaljósatilraunarinnar úr verkefnabókinni í Y-kort. Hjálpaðu henni að klára kortið. Verkefni og umræður
30 MANNSLÍKAMINN Í þessum kafla ætlum við að komast að því: ● hvað helstu líffæri og líkamshlutar heita ● hvernig skynfærin virka ● hverjir einkastaðirnir eru
31 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● leysa krossgátu ● búa til líkan af beinagrind
32 Líkaminn okkar Efst á líkamanum er höfuðið. Það situr ofan á búknum. Heilinn stjórnar líkamanum. Líkamar okkar allra líta mjög svipað út og þeir starfa á sama hátt. Það er ekki hægt að ruglast á krakka og kanínu. Eða krakka og hjóli. Við erum öll ólík í útliti. Hávaxin, lágvaxin, ljós eða dökk á hörund með hrokkið eða slétt hár. Samt erum við öll svo lík.
33 1. Hvað stjórnar líkamanum okkar? 2. Hvaða líffæri þekkir þú? 3. Hvernig liti líkaminn út ef við hefðum ekki beinagrind? NÝ ORÐ • útlit • líkami • búkur Handleggirnir eru utan á búknum. Þannig er auðvelt að hreyfa þá. Fótleggirnir eru langir og sterkir. Þeir bera líkamann uppi og færa okkur á milli staða. Í miðjum líkamanum, innan í grind úr beinum, eru mikilvæg líffæri. ?
34 Líkamshlutar Svona lítur líkaminn út. Allir líkamshlutar hafa sitt heiti. háls handleggur olnbogi læri augabrún hönd fingur hné brjóst/bringa nafli sköflungur fótur tær
35 Húðin er stærsta líffærið. Hún umlykur líkamann og verndar hann. 1. Hvaða fleiri líkamshluta þekkir þú? 2. Hvert er stærsta líffærið okkar? 3. Hvers vegna þarf að verja húðina fyrir sól? NÝ ORÐ • líkamshluti • umlykja • vernda Með aldrinum þynnist húðin og fólk fær hrukkur. ?
36 heili lungu hjarta þarmar magi nýra lifur Ætli við séum öll eins að innan? Líffæri NÝ ORÐ • melta • hægðir • dæla Það er eitt og annað inni í líkama okkar sem hjálpar honum að starfa.
37 Við hugsum með heilanum. Maginn meltir matinn sem við borðum. Þarmarnir vinna næringu úr matnum og losa okkur við hægðir. Hjartað dælir blóðinu um allan líkamann. Í blóðinu er bæði næring og súrefni fyrir líkamann. Nýrun hreinsa blóðið og losa líkamann við óhreinindin þegar við pissum. Við öndum með lungunum. Þau útvega líkamanum nauðsynlegt súrefni. Við þurfum að hugsa vel um líkama okkar. 1. Hvað getum við gert til að þjálfa heilann? 2. Hvernig ferðast blóðið um líkamann? 3. Hvernig getur þú fundið hjartsláttinn þinn? ?
38 Skynfærin Þau vinna vel saman og senda heilanum upplýsingar um það sem er í kringum okkur. Skynfærin eru fimm: augu, húð, nef, tunga og eyru. snerting lykt heyrn bragð sjón Augun hjálpa okkur að upplifa umhverfið. Húðin skynjar hvort eitthvað er mjúkt eða hart. Eyrun skynja hljóð í umhverfinu. Tungan skynjar súrt og sætt bragð. Nefið skynjar bæði góða og vonda lykt.
39 NÝ ORÐ • skynfæri • umheimur • hætta 1. Hvernig væri lífið án bragðskyns? 2. Hvaða skynfæri skynjar sársauka? 3. Hvers vegna er hættulegt að finna enga lykt? Skynfærin eru mjög mikilvæg. Þau gera lífið skemmtilegra og auka skilning okkar á umheiminum. Skynfærin hjálpa okkur líka við að greina ýmsar hættur í umhverfinu. Það þarf að horfa og hlusta áður en gengið er yfir götu. ?
40 Barn verður til Flestir strákar þroskast og verða karlar. Við fæðingu er okkur úthlutað kyni. Í líkama okkar eru annaðhvort sáðfrumur eða eggfrumur. Þegar þær mætast verður til fósturvísir. Eftir níu mánaða meðgöngu fæðist barn. Flestar stelpur þroskast og verða konur. Sumt fólk upplifir sig af öðru kyni en því var úthlutað. Alla meðgönguna fær fóstrið næringuna í gegnum naflastreng. Þess vegna erum við með nafla.
41 1. Hvað er meðganga löng? 2. Af hverju ert þú með nafla? 3. Hverjir eru einkastaðirnir? NÝ ORÐ • einkastaður • hylja • snerta Einkastaðirnir Öll börn fæðast næstum því eins. Sum okkar eru með typpi og önnur eru með píku en öll höfum við rass og geirvörtur. Þetta eru einkastaðir. Flest viljum við hylja þá með nærfötum og sundfötum. Munnurinn er líka einkastaður. Öll börn ráða sjálf yfir einkastöðum sínum. Ekki má snerta einkastaði annarra. ?
NÝ ORÐ • beinagrind • vaxa • vöðvi Beinagrindin Vöðvarnir eru fastir við beinin. Við notum þá til að hreyfa beinagrindina okkar. Á meðan beinin vaxa halda börn áfram að stækka. Beinagrindin heldur öllum líkamanum uppi. Það eru 206 bein í líkamanum. 42 Bú! Eruð þið nokkuð hrædd við beinagrindur? Þið þurfið þess ekki, það er beinagrind inni í ykkur sjálfum!
43 Artie fékk blóðnasir í smíðatíma. Það blæddi svolítið en kennarinn var nýbúinn að kynna sér skyndihjálp við blæðingu. Hann fann þessar upplýsingar á vefnum skyndihjalp.is: 1. Klemma nasirnar saman. 2. Sitja upprétt/ur. 3. Halla höfðinu fram. 4. Anda í gegnum munninn. 5. Hringja í 112 EF blæðingin hættir ekki. Æfið þessi viðbrögð í bekknum ykkar. Sofia hefur mikinn áhuga á næringu og heilbrigði. Hún komst að því að líkaminn þarf á vítamínum að halda. Best er að fá vítamín með því að borða fjölbreytta fæðu. Það má líka taka inn vítamíntöflur og lýsi. Réttið upp hönd sem a) borðið fjölbreytta fæðu b) takið vítamín c) takið lýsi Trausti fæddist blindur en greinir þó mun á ljósi og skugga. Honum finnst gaman að vinna með hluti sem hann getur þreifað á. Bekkjarfélagar hans ákváðu því að búa til stóra beinagrind úr eldhús- og klósettrúllum og hengdu upp á vegg. Hjálpaðu þeim að klára hana. Verkefni og umræður
44 HÚSDÝR OG GÆLUDÝR Í þessum kafla ætlum við að læra: ● hvaða dýr eru húsdýr ● hvaða dýr eru gæludýr ● hvað afkvæmi dýra heita
45 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til hugarkort ● gera skoðanakönnun
46 Húsdýr Á Íslandi eru bæði villt dýr og húsdýr. Húsdýr komu með landnámsfólki til Íslands. Húsdýr gefa okkur fæðu og efni í föt. Án þeirra hefði fólk ekki lifað af á Íslandi. Mörg húsdýr þurfa skjól yfir veturinn. Víða á Íslandi eru sveitabæir. Þar búa húsdýrin.
47 1. Hvaða húsdýr þekkir þú? 2. Hvaða fæðu gefa húsdýrin okkur? 3. Í hvernig húsum búa húsdýrin? NÝ ORÐ • landnámsfólk • fæða • skjól Væri ekki spennandi að hoppa til landnámsaldar með tímavél? ?
48 NÝ ORÐ • hey • alæta • matarsóun Í sveitinni Húsdýrin þurfa mismunandi fæðu. Hestur, kýr, kind og geit þurfa gras, hey og fóður. Svín og hænsn eru alætur. Öll dýr þurfa vatn. Bændur þurfa að hugsa vel um dýrin sín. Það er mikil vinna.
49 1. Hvað þurfa bændur að gera til að hugsa vel um dýrin sín? 2. Hvernig verður hey til? 3. Hvernig getum við komið í veg fyrir matarsóun? ? Við þurfum að fara vel með afurðirnar sem dýrin gefa okkur. Þannig komum við í veg fyrir matarsóun.
50 Dýrin á bænum Kindin gefur okkur kjöt, ull, gærur og skinn. Lömbin fæðast á vorin. Þá er sauðburður. Á sumrin ganga kindur lausar. Á veturna eru þær í fjárhúsum. Á haustin er kindum smalað saman í réttir. Svín búa í stíum. Þau þola illa kulda. Svín gefa okkur kjöt. Svínshár eru notuð í pensla. Hrútur, lamb og kind. Gylta, göltur og grís.
51 1. Hvaða fleiri orð eru til yfir kindur? 2. Hver er munurinn á gæru og skinni? 3. Hvaða ævintýri þekkir þú sem fjalla um geitur eða svín? NÝ ORÐ • gæra • réttir • stía Geitur eru með skegg á hökunni. Það er hægt að mjólka geitur. Geitur eru fjörugar og fimar. Þær ho ppa s kop pa og kl i f r a ? Geithafur, huðna og kiðlingur.
52 Hestar eru sterkir og geta borið fólk. Á veturna þéttist hárið á íslenska hestinum. Hann getur verið úti allt árið. Sumir hestar eru í hesthúsi á veturna. Hænur verpa eggjum allt árið. Þær geta lítið flogið því vængirnir eru svo litlir. Hænur eru tannlausar og gleypa matinn sinn. Hænur búa í hænsnakofa. Meri, folald og hestur. Hani, ungi og hæna.
53 1. Hvað er knapi? 2. Hvað er búið til úr mjólk? 3. Hvað er kollótt kýr? NÝ ORÐ • verpa • speni • fjós Kýr eru með fjóra spena. Þær eru mjólkaðar á hverjum degi. Kýrnar eru í fjósi. Margar fara út í haga á sumrin. Sumar kýr hafa horn en allar hafa hala. Kýrnar gefa okkur mjólk. ? Naut, kýr og kálfur.
54 Gæludýr Á sumum heimilum eru gæludýr. Einhverjir eiga hunda, aðrir ketti. Enn aðrir eiga kanínur, naggrísi, páfagauka eða fiska. Gæludýr eru háð eiganda sínum með allar þarfir. Þau þurfa hreyfingu. Það þarf að baða gæludýr og þrífa búrin þeirra. Líkt og húsdýr þurfa gæludýr mat og vatn.
55 1. Hvað þurfa gæludýr? 2. Hvernig eru húsdýr og gæludýr merkt? 3. Nefndu dæmi um búrdýr. NÝ ORÐ • háð • þörf • búrdýr Sums staðar þarf leyfi til að hafa gæludýr. Gæludýr þurfa að vera vel merkt ef þau skyldu týnast. ?
NÝ ORÐ • dýralæknir • blindrahundur • varkárni Dýralíf Eins og mannfólkið þurfa dýr stundum læknisaðstoð. Dýralæknar hugsa um veik og slösuð dýr. Þeir bólusetja líka dýr gegn sjúkdómum. Sum dýr vinna mikilvæg störf. Blindrahundar hjálpa blindum í umferðinni. Það má ekki trufla dýr sem eru að vinna. Það þarf alltaf að nálgast ókunnug dýr af varkárni. Hrædd dýr geta bitið, sparkað eða klórað. Dýr geta líka veikst. Heimsóknarhundurinn Skotta gleður góðan vin. 56
57 Birnu langar í hamstur. Hún þekkir húsdýrin vel en hefur aldrei átt búrdýr. Hún fékk leyfi frá foreldrum sínum. Hjálpaðu henni að undirbúa komu hamstursins. a) Hvað þarf Birna að kaupa handa hamstrinum? Skrifaðu innkaupalista. b) Búðu til hugarkort um hamstur sem sýnir fæðu, stærð, aldur, afkvæmi og fleira sem þér dettur í hug. Birkir er mjög forvitinn um það hvaða gæludýr bekkjarfélaga hans langar mest í. Systir hans er hrifnust af hömstrum en Birki langar mest í hund. Hvaða gæludýr vilja krakkarnir í þínum bekk helst eignast? Gerið könnun og setjið upp í súlurit. Saga er að velta því fyrir sér hvaða dýr landnámsfólkið tók með sér til Íslands. Gaman væri ef bekkurinn kæmi henni á óvart með því að semja saman sögu um fyrstu íslensku húsdýrin. Biðjið kennarann um að hjálpa ykkur. Verkefni og umræður
58 UMFERÐIN Í þessum kafla ætlum við að læra: ● hvaða reglur gilda í umferðinni ● öruggustu leiðina í skólann ● að þekkja algeng umferðarmerki
59 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● lesa úr dulmáli ● búa til líkan
60 Umhverfið Það er misjafnt hvernig umhverfi okkar er. Sum börn búa í sveit, önnur í þorpi, bæ eða borg. Umferð er mismikil en sömu umferðarreglur gilda alls staðar. Að þekkja reglurnar eykur öryggi okkar. Í sveitinni gilda líka umferðarreglur.
61 1. Hver er munurinn á umhverfi barna í borg, bæ og sveit? 2. Hvernig auka reglur öryggi okkar í umferðinni? 3. Hvert er hlutverk umferðarmerkja? NÝ ORÐ • umhverfi • regla • umferðar- mannvirki Við þurfum að þekkja öruggar gönguleiðir og nota gangbrautir, göngustíga og önnur umferðar- mannvirki. Við þurfum líka að læra að fara yfir götur þar sem hvorki eru gangbrautir né umferðarmerki. Að þekkja umhverfið eykur líka öryggi okkar. Hvað þýða merkin? ?
62 Örugg í umferðinni Sum börn ganga í skólann en önnur fá far með einkabíl. Enn önnur taka strætó eða koma með skólabíl. Sum börn koma hjólandi. Mikilvægt er að fara varlega nálægt bíla- umferð. Það er líka mikilvægt að fara varlega sem farþegi í umferðinni. Farið úr bílnum á öruggum stað.
63 1. Hvers vegna er betra að ganga á gangstétt en úti á götu? 2. Hversu gömul þurfa börn að vera til að mega hjóla ein í skólann? 3. Hvernig er hægt að auka öryggi sitt í bifreiðum? NÝ ORÐ • einkabíll • farþegi • gangstétt Gangstéttir eru fyrir gangandi vegfarendur. Þær eru öruggari en gatan. Ef margir eru saman er betra að ganga í röð en hlið við hlið. Göngustígar eru mismunandi og með ólíkar reglur. Stundum má bara ganga á þeim en stundum má líka hjóla. ? Við göngum hægra megin á gangstíg. Gott er að þekkja muninn á þessum merkjum.
64 Umferðarmannvirki Í umferðinni eru alls konar merkingar og mannvirki sem leiðbeina vegfarendum. Umferðarljós stýra því hver má aka yfir gatnamót. Gangbrautarljós sýna hvenær má fara yfir götu. Rautt ljós þýðir stopp en grænt að ganga megi yfir. Umferðarmerkin eru mjög mikilvæg. Þau leiðbeina ökumönnum og vara þá til dæmis við umferð dýra og gangandi vegfarenda. Stundum eru umferðarmerki notuð til að auka öryggi fjarri bílaumferð. Af hverju er þessi önd svona pirruð?
65 1. Hvað þýða litirnir í gangbrautarljósum? 2. Nefndu fleiri dæmi um það hvernig umferðarmerki leiðbeina ökumönnum. 3. Stundum eru göturnar málaðar. Til hvers? NÝ ORÐ • gatnamót • gangbraut • undirgöng Gangbrautir hjálpa gangandi vegfarendum að komast yfir götur. Undirgöng og göngubrýr hjálpa gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar þar sem mikil umferð er. Það á alltaf að velja öruggustu leiðina þótt hún sé lengri. Við viljum öll komast heil heim. ? Við notum undirgöng undir götu ef það er í boði.
66 Öryggisbúnaður í umferðinni Öll þurfum við að nota öryggisbúnað í umferðinni. Vegfarendur í bílum eiga að nota bílbelti. Þau bjarga mannslífum í umferðarslysum. Börn þurfa bílstóla eða upphækkanir svo bílbeltin virki rétt. Í bílum eru líka loftpúðar. Hjólreiðafólk þarf að vera með hjálm sem ver höfuðið. Á reiðhjólum þarf að vera keðjuhlíf, bjalla og glitaugu.
67 1. Nefndu dæmi um öryggisbúnað í umferðinni. 2. Hvernig geta keðjuhlíf, bjalla og glitaugu aukið öryggi okkar á hjóli? 3. Hvaða öryggistæki eru til fyrir hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta? NÝ ORÐ • bílbelti • loftpúði • keðjuhlíf Gangandi vegfarendur þurfa að sjást vel. Við sjáumst betur í ljósum fötum en dökkum. Ljós frá bíl kastast til baka af endurskinsefni. Að nota endurskinsmerki, skábelti eða endurskinsvesti er frábær leið til að sjást vel. Það er líka töff að vera upplýst! ? Hversu töff ert þú í umferðinni?
NÝ ORÐ • sjúkralið • viðbragðsaðili • merkjagjöf Viðbragðsaðilar Ef umferðarslys verður mæta lögregla og sjúkralið á staðinn. Það er mikilvægt að gefa viðbragðsaðilum næði til að huga að slösuðum. Lögreglan stjórnar umferð með merkjagjöf og stundum notar hún borða til að loka svæðum. Það á alltaf að hlýða boðum lögreglunnar. 68 Slys gera ekki boð á undan sér.
69 Trausti fæddist blindur og getur ekki skoðað venjulegt götukort af hverfinu sínu. Til að auka öryggi sitt bað hann vini sína um aðstoð við að búa til líkan sem hann getur þreifað á til að átta sig betur á aðstæðum. En hvað ef Trausti kæmi nú í ykkar skóla og rataði ekkert? Getið þið útbúið líkan af ykkar hverfi? Sofia handleggsbrotnaði eitt sinn og fór til læknis. Þar þurfti að taka röntgenmynd af handleggnum og setja hann í gifs. Sofia lærði að hringja í 112 og fékk mikinn áhuga á skyndihjálp í kjölfarið. Hún lærði líka Skyndihjálparlagið utan að. Horfið saman á myndbandið og lærið textann. Líf langar að læra meira um merkjagjöf lögreglu. Hún sá þennan lögreglumann að störfum en veit ekkert hvað hann var að gera eða hvað handahreyfingarnar þýða. Mínerva kennari fann upplýsingar á netinu sem Líf límdi í úrklippubókina sína. Gerðu slíkt hið sama. Verkefni og umræður
70 UMHVERFIÐ OKKAR Í þessum kafla ætlum við að læra: ● um lífríkið í hafinu og við strendur Íslands ● að flokka sorp ● hvernig fæðukeðja virkar Langjökull Snæfellsjökull Eyjafjallajökull Þingvallavatn Vestmannaeyjar Drangajökull
71 Við ætlum líka að æfa okkur í að: • þekkja fugla og fiska ● búa til orð úr orði Grímsey Hofsjökull Mýrdalsjökull Lögurinn Mývatn Vatnajökull
72 Landið okkar Ísland Við búum á eyju sem heitir Ísland. Sum okkar búa í borg, önnur búa í bæ og enn önnur í sveit. Á eyjunni okkar búa líka gæludýr, húsdýr, villt dýr, fuglar og smádýr. Allt í kringum okkur er gróður sem er bæði fallegur og nytsamlegur.
73 1. Hver er munurinn á eyju og meginlandi? 2. Hvers vegna eiga engin lönd landamæri að Íslandi? 3. Hvað heitir höfuðborg Íslands? NÝ ORÐ • villt dýr • smádýr • nytsamlegt Þó að við búum í ólíku umhverfi þurfum við öll að hugsa vel um það. Við viljum hafa snyrtilegt í kringum okkur, anda að okkur hreinu lofti og hafa hreint vatn að drekka. Við viljum vernda gróðurinn og náttúruna. Þá verður alltaf gott að búa á Íslandi fyrir fólk og dýr. Á Íslandi eru margir fallegir staðir. ?
74 Hafið í kringum Ísland Hafið í kringum Ísland heitir Atlantshaf. Það er búsvæði margra dýra. Þar búa stór dýr eins og hvalir en líka minni dýr eins og fiskar, krabbar, skeljar og svifdýr. Sjófuglar búa við ströndina og sækja fæðu sína í sjóinn. Í hafinu vex gróður sem kallast þörungar. Sums staðar vex þari í háum og þéttum breiðum sem eru eins og skógar hafsins.
75 1. Hvers vegna er mikilvægt að sjórinn sé hreinn? 2. Hvaða munur er á sjófuglum og öðrum fuglum sem búa á Íslandi? 3. Hvað gerist ef veitt er of mikið af einni tegund í dýraríkinu? NÝ ORÐ • búsvæði • svifdýr • sjávarlífvera Hvernig getur þitt rusl farið á réttan stað? Við þurfum öll að hjálpast að við að vernda hafið. Ef við hendum rusli á götuna eða í náttúrunni getur það fokið í sjóinn og mengað hann. Sjávarlífverur vilja hreint umhverfi eins og við. Þær geta lent í vandræðum innan um fljótandi plast í höfunum. ?
76 Afþakka óþarfa umbúðir. Kaupa minna. Endurnýta gamalt. Gera við. Umhverfisvernd Mikið af rusli er urðað. Við getum gert margt til þess að minnka sorp. Flokka og endurvinna.
77 1. Hvað getur þú gert til að minnka sorpið frá þínu heimili? 2. Í hvað notum við orku í daglegu lífi? 3. Hvernig er vindorka beisluð? NÝ ORÐ • urða • afþakka • jarðvarmi Við notum mikla orku í daglegu lífi. Orka, eins og sólarorka, vindorka, vatnsorka og jarðvarmi, klárast ekki. Hún er endurnýjanleg. Önnur orka eins og olía og kol, er óendurnýjanleg. Hún getur klárast. Orkuframleiðsla Orkuframleiðsla hefur mismikil áhrif á náttúruna. Endurnýjanleg orka er náttúruvænni. ? Vindmylla er umhverfisvænn orkugjafi.
78 Matarsóun Öll þurfum við mat en það krefst mikillar orku að framleiða hann. Dráttarvélar, bílar og skip nota olíu. Verksmiðjur sem vinna matinn nota rafmagn. Búðirnar sem selja matinn nota líka rafmagn. Við viljum spara orkuna. Þess vegna þurfum við að nýta matinn vel. Ef við kaupum of mikið þurfum við að henda meiru.
79 1. Hvaða mat hefur þú hent? Af hverju? 2. Hvers vegna eru sundrendur mikilvægir fyrir jörðina okkar? 3. Nefndu dæmi um sundrendur a) í hafinu b) í jarðvegi NÝ ORÐ • framleiða • sundrandi • gerviefni Sumir hlutir eru búnir til úr lífrænum efnum eins og timbri eða pappír. Í náttúrunni búa litlar lífverur sem kallast sundrendur. Þær nærast á þessum efnum og breyta þeim í jarðveg. Sumir hlutir eru búnir til úr gerviefnum eins og plasti. Sundrendur geta ekki unnið á gerviefnum. Þess vegna eyðast þau hægt í náttúrunni. Lífræn efni og gerviefni ? Sveppir, ormar og bakteríur breyta laufblöðum í mold.
80 Vistspor Allt sem við gerum skilur eftir sig ummerki í náttúrunni. Við köllum það vistspor. Það er gott að skilja eftir sig lítið vistspor. Við getum gert ýmislegt til þess að minnka vistsporið okkar. Ganga eða hjóla frekar en að nota bíla. Borða meira grænmeti og minna kjöt. Kaupa hluti og föt á nytjamörkuðum. Nota sem minnst af einnota plasti. Góðar hugmyndir LÍFRÆNT PAPPÍR PLAST BLANDAÐ
81 1. Nefndu dæmi um ummerki mannsins í náttúrunni. 2. Af hverju er betra að skilja lítið vistspor eftir sig en stórt? 3. Hvernig er hægt að minnka vistspor sitt? NÝ ORÐ • ummerki • vistspor • fjölnota ? Notum umhverfisvænar snyrtivörur. Gróðursetjum tré. Notum fjölnota innkaupapoka. Endurvinnum hluti.
82 NÝ ORÐ • milljarður • reikistjarna • sólkerfi Lifandi Jörð Jörðin okkar hefur verið heimili lífs í milljarða ára. Hún er eina reikistjarnan sem við vitum til að líf finnist á. Í sameiningu hafa Jörðin og lífverurnar þróað búsvæði fyrir ótrúlega fjölbreytt líf. Jörðin sér okkur fyrir öllu því sem við þurfum. Við verðum að fara vel með Jörðina. Þannig sýnum við henni að okkur þykir vænt um hana.
83 Thor er að rannsaka hversu margar reikistjörnur eru í sólkerfinu okkar. a) Hjálpaðu honum að finna nöfnin á þeim og skrá í stílabók. b) Teiknaðu reikistjörnurnar á sporbaug í kringum sólina. Birna á steingerving með lífveru sem var til fyrir mörg þúsund árum en er nú útdauð. Hún ákvað að búa til plöntusteingervinga af jurtunum sem vaxa í kringum skólann hennar. Birna notaði trölladeig til að varðveita sýnin. Bættu plöntunum í þínu nærumhverfi við safnið hennar. Artie ákvað að halda myndlistar- sýningu sem sýndi Jörðina sem lifandi manneskju að sinna áhugamálum sínum. Hvernig liti Jörðin út ef hún væri að sinna áhugamálum nemenda í bekknum þínum? Setjið upp myndlistasýninguna Lifandi Jörð. Verkefni og umræður
84 TRÚ Í þessum kafla ætlum við að: ● komast að því hvað þjóðtrú er ● læra um álfa og tröll ● kynnast nokkrum kynjaskepnum
85 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● vinna með Venn-kort ● reikna með talnagrind
86 Trú Á Íslandi eru mörg trúarbrögð. Mörg okkar trúa á eitthvað sem við sjáum ekki. Sum okkar trúa á einn eða marga guði anda líf eftir dauðann drauga ekki neitt kristni ísl am kínversk trúarbrögð búddatrú baháˈítrú hi ndúatrú gyði ngdómur ásatrú
87 1. Má fólk ráða því hverju það trúir? 2. Um hvaða trúarbrögð hefur þú heyrt? 3. Hvað er draugur? NÝ ORÐ • trúarbrögð • iðka trú • bænahús Trúarbrögð Við trúum ekki öll því sama. Til eru ótalmörg trúarbrögð í heiminum. Oft vill fólk, sem trúir því sama, iðka trú sína saman. Kristnir hittast í kirkju. Múslimar hittast í mosku. Hindúar hittast í musteri. Bænahús eru af mörgum gerðum. Þekkir þú þessa kirkju? Til eru bænahús sem þjóna mörgum trúarbrögðum. ?
88 Þjóðtrú Í gamla daga var ekkert rafmagn á Íslandi. Þá var oft mikið myrkur. Ljósin frá lifandi eldi flöktu til og frá. Þá fór ímyndunaraflið á kreik. Klettadrangar gátu litið út eins og tröll í þokunni. Stór björg gátu litið út eins og bústaðir álfa. Við sjóinn heyrðust undarleg hljóð sem gátu komið frá ógurlegum kynjaskepnum. Í baðstofunni vann fólk og sagði hvert öðru sögur.
89 1. Hvernig væri dimmur vetrardagur án rafmagns? 2. Hvernig hljóð hefur þú heyrt í vondu veðri? 3. Af hverju eru kýr undir baðstofunni? NÝ ORÐ • ímyndunarafl • vættur • þjóðsaga Fólk sagði hvert öðru sögur af þessum vættum. Sögurnar voru oft bæði spennandi og hræðilegar. Þessar sögur köllum við þjóðsögur. Hér eru staðir þar sem sést hefur til álfa og huldufólks. ? Margt fólk trúði að þær verur sem koma fram í sögunum væru til. Þá trú köllum við þjóðtrú.
90 Samkvæmt þjóðtrúnni voru íslensku tröllin stórvaxin. Þau bjuggu upp til fjalla. Sum bjuggu í hellum. Tröll gátu verið bæði gráðug og grimm. Sum réðust á fólk sem þau hittu. Önnur átu mannakjöt. Enn önnur tröll voru góð við mannfólk, sérstaklega ef þeim var sýnd virðing. Tröllin í fjöllunum Sérðu eitthvað óvenjulegt hér? Ætli Hvítserkur í Húnaflóa sé steinrunnið tröll?
91 NÝ ORÐ • stórvaxið • hellir • örnefni 1. Hvaða tröllasögur þekkir þú? 2. Hvernig sýnir þú virðingu? 3. Finndu orð sem byrja á tröll-. Nátttröll breyttust í stein ef sólin skein á þau. Til eru margar þjóðsögur um tröll sem urðu að steini. Á Íslandi er fjöldi örnefna sem minna á tröll. Af hverju ætli þessi steinn heiti Draugur? ?
92 Álfar og huldufólk Mynd af álagabletti í túni? Myndatexti: Í þjóðsögum er sagt frá álfum og huldufólki. Álfar búa í klettum og stórum steinum. Þeir eru fagrir, ríkmannlegir og stunda búskap eins og mannfólkið. Álfar eru oftast ósýnilegir. Stundum sýna þeir sig fólki. Það þykir gott að hjálpa álfi sem biður um aðstoð. Þessi steinn er talinn vera kirkja huldufólks. Hvað heldur þú?
93 1. Hvernig má lýsa álfabyggð? 2. Við eigum nöfn sem byrja á Álf-, finndu eins mörg og þú getur. 3. Hvað hefur þú heyrt talað um margar tegundir af álfum? NÝ ORÐ • huldufólk • ríkmannlegt • ósýnilegt Þjóðsögur segja að stundum bjóði álfar fólki að koma inn í steininn sinn. Það getur verið hættulegt. Fólk getur lokast inni í álfabústað. Í álfabyggðum eru álfakirkjur. Flestir segja álfa vera kristinnar trúar. Í Grásteini búa álfar. Hvað ætli þeir séu að bralla? Getur þú fundið álfakirkjuna? ?
94 Margar sögur eru til af undarlegum skepnum. Nykur bjó í vötnum eða sjó. Hann leit út eins og hestur nema hvað eyrun og hófarnir sneru aftur. Ef fólk fór á bak honum stökk hann með það ofan í vatnið og það komst ekki af baki. Skeljaskrímsli bjó í sjónum. Það var á stærð við naut, ferfætt og alsett skeljum. Mjög árásargjarnt og hættulegt. Kynjaskepnur á kreiki
95 1. Hvaða þjóðsögur þekkir þú? 2. Hvaða dýr eru ferfætt? 3. Hver er munurinn á réttlæti og óréttlæti? NÝ ORÐ • ferfætt • kryppa • réttlátt Lagarfljótsormurinn var einu sinni venjulegur lyngormur. En hann stækkaði svo mikið að honum var hent út í Lagarfljót. Stundum skaut hann upp kryppunni. Það boðaði stórtíðindi. Bjarndýrakóngur var ísbjörn með eitt horn í enni. Í horninu glóði gullsteinn sem dýrið notaði til að lýsa sér og öðrum leið í snjóbyl og myrkri. Bjarndýrakóngurinn var réttlátur og góður. ?
96 NÝ ORÐ • innsæi • þríhöfða • næmt Sjálfstrú Við megum ekki trúa öllu sem aðrir segja. Það er misjafnt hverju við trúum. Við eigum alltaf að trúa á okkur sjálf. Stundum vitum við innra með okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Það kallast innsæi. Við getum oftast treyst eigin tilfinningum og því sem okkur finnst. Þú getur þetta vel. Já, það er rétt. Hverjar eru þínar sterku hliðar?
97 Fróðný og Artie eru næm á tilfinningar annarra og þeim finnst líka gaman að syngja. Þau fengu Grúskarana til að prófa Tilfinningaleikinn. Þá syngja börnin lagið Allir krakkar nokkrum sinnum og leggja áherslu á eina tilfinningu í hvert sinn. Þannig syngja þau ýmist kát, reið, með fýlusvip, feimin, sorgmædd, spennt, forvitin eða hrædd. Hvernig væri að bekkurinn ykkar myndi prófa? Birna elskar þrautir og er að gera orðasúpu með kynjaskepnum í stílabókina sína. Hún notar reglustiku til að gera reiti á blaðið áður en hún felur orðin. Svo ætlar hún að fylla upp í tóma reiti með fleiri bókstöfum. Prófaðu að hanna orðasúpu með kynjaskepnunum til að leggja fyrir bekkjarsystkini þín. Verkefni og umræður Thor er mikill orðasafnari og það hefur oft hjálpað honum. Nú er hann að búa til þríhöfða orðaskrímsli með orðum sem tengjast þjóðtrú. Hann skrifar hvert orð á miða og notar til að lengja búkinn. Hjálpist að við að gera orðaskrímsli fyrir ykkar skóla. a) Hvað er skrímslið ykkar langt í skrefum? b) Hvað eru mörg orð í þríhöfðaskrímslinu?
SJÁLFSMYNDIN 98 Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um svefn og holla næringu ● skoða persónulegt hreinlæti ● kynnast sannri vináttu
99 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● fylla inn í hnitakerfi ● vinna með gátlista
100 Á morgnana vöknum við eftir svefn næturinnar. Bæði fólk og dýr þurfa svefn. Sum dýr sofa mikið. Kóalabirnir sofa í 20 tíma á sólarhring! Önnur dýr sofa lítið. Fílar sofa bara í tvo tíma á sólarhring! Börn þurfa að sofa í níu til ellefu klukkutíma á hverri nóttu. Þess vegna þurfa þau að fara snemma að sofa. Svefn Sum dýr fara í hýði sitt og sofa vikum saman yfir vetrartímann. Það kallast vetrardvali.
101 1. Hvað þarf barn á þínum aldri að sofa marga klukkutíma á sólarhring? 2. Hvað gerist meðan þú sefur? 3. Hvers vegna er gott fyrir þig að hafa reglu á svefntíma þínum? NÝ ORÐ • sólarhringur • vetrardvali • úthvíld Það gerist margt í líkamanum þegar við sofum. Líkaminn hvílist. Við gefum huganum hvíld. Við tökum til í heilanum. Þegar við erum úthvíld eigum við auðveldara með að læra og okkur líður betur. Til hvers þurfum við að sofa? ?
102 Gott er að byrja daginn á því að fá sér morgunverð. Maturinn sem við borðum er næring. Líkaminn notar næringuna sem orku og byggingarefni. Næring Við nýtum orkuna til að hreyfa okkur, læra, tala og gera margt fleira. Við nýtum byggingarefnið til að stækka og gera við það sem þarf að laga í líkamanum. Það er gaman að undirbúa matinn saman.
103 1. Hvað gerist ef þú færð ekki a) næga orku? b) nægt byggingarefni? 2. Hvað annað en grænmeti og ávextir er hollt? 3. Hvernig geta börn lært að borða eins hollan mat og mögulegt er? NÝ ORÐ • orka • byggingar- efni • fjölbreytt Það er mikilvægt fyrir heilsuna að borða fjölbreytta og holla fæðu. Grænmeti, ber og ávextir eru hollur kostur. Vatn er líkamanum nauðsynlegt. Munum að drekka vatn á hverjum degi. Matur getur verið bæði hollur og fallega samansettur. ?
104 Það er mikilvægt að hugsa vel um líkamann. Á morgnana þarf að bursta tennurnar. Þær þarf líka að bursta aftur fyrir svefninn. Góð tannhirða kemur í veg fyrir tannskemmdir. Reglulegur hand- þvottur með sápu er mikilvægur. Þannig komum við í veg fyrir að sýklar og veirur dreifist milli fólks. Hreinlæti Það er góð venja að hnerra í olnbogabótina. Þá dreifum við færri sýklum.
105 1. Hvað gerist í munninum ef þú burstar ekki tennurnar? 2. Af hverju þarf að þvo líkamann vel áður en farið er í sund? 3. Hvað gerist í líkamanum þegar þú hnerrar? Af hverju hnerrum við? NÝ ORÐ • tannskemmd • sýklar • olnbogabót Hvað eru Grúskararnir nú að bralla? Við þurfum að þvo líkamann reglulega svo að við séum hrein. Við gerum það með því að fara í bað eða sturtu. Áður en við förum í sund þurfum við að þvo okkur með sápu. Það skiptir líka miklu máli að hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig bæði heima og í skólastofunni. ?
106 Líkami okkar er gerður til að hreyfa sig. Ef við gleymum að hreyfa okkur stirðnar hann. Okkur fer að líða illa. Við verðum þreytt og pirruð. Þess vegna þurfum við að hreyfa okkur á hverjum degi. Hreyfing
107 1. Hvers vegna er hreyfing mikilvæg? 2. Nefndu fleiri leiðir til að hreyfa þig. 3. Hvernig líður þér þegar þú hefur mikla orku? NÝ ORÐ • stirt • liðugt • orkumikið Það er skemmtilegt að finna ólíkar leiðir til að hreyfa sig. Þegar við hreyfum okkur verður líkaminn sterkari og liðugri. Við verðum léttari í lund og orkumeiri, sérstaklega ef við förum út að leika. leika hjóla ganga dansa hoppa synda Hvíld, hreyfing og hollt fæði gefur okkur orku. ?
108 Hver er ég? Við erum öll svo ólík. Það er gott að vita ýmislegt um okkur. Þá þekkjum við okkur betur. Hvað finnst mér fallegt? Hvað geri ég vel? Hvernig manneskja vil ég vera? Hvenær líður mér best? Hvað vil ég helst gera? Hvað get ég gert? Í hverju gæti ég orðið betri? Hverja þykir mér vænt um? Hvað vil ég alls ekki?
109 1. Af hverju erum við ekki öll eins? 2. Af hverju er allt í lagi að vera ósammála? 3. Hvað þýðir orðið misskilningur? NÝ ORÐ • ólíkt • manneskja • sammála Það sjá ekki allir það sama og ég eða þú. Það finnst ekki öllum það sama fallegt eða skemmtilegt. Við erum ekki alltaf sammála. Það er allt í lagi. Þó að mér líki eitthvað þýðir það ekki að öðrum líki það einnig. Að setja sig í spor annarra Stundum geta tveir aðilar sem eru ósammála báðir haft rétt fyrir sér. 9 6 6 ?
110 Vinátta Það er gott að eiga vini. Vinir geta leikið saman hlegið saman talað saman hjálpast að Stundum vilja vinir ekki gera það sama. Þá er gott að komast að samkomulagi. Stundum eru vinir ósáttir og rífast. Þá er gott að kunna að sættast. Til þess að eiga góða vini þurfum við að vera góðir vinir. NÝ ORÐ • samkomulag • sættast • skipuleggja
111 Foreldrum Trausta finnst gott að hafa upplýsingar um vini hans á einum stað. Hann ákvað að búa til vinabók og heftaði nokkrar blaðsíður saman. Vinir hans í Grúskfélaginu teiknuðu mynd af sér á blaðsíður í bókinni og skrifuðu símanúmerið við ef Trausti skyldi þurfa á vini að halda. Búðu til þína eigin vinabók. Líf finnst gott að eiga vini. Hún vill helst að allir í bekknum séu vinir. Hún bað Mínervu kennara um að skipuleggja með sér leynivinaleik. Allir í bekknum fengu leynivin sem þeir áttu að gleðja. Prófið að skipuleggja svona leik í ykkar bekk. Hvernig er hægt að gleðja leynivin sinn? Sofia er frá Póllandi og pólska orðið yfir vinur er przyjaciel. Thor er frá Noregi og norska orðið yfir vin er venn. Artie notar orðið kaibigan þegar hann talar um vini sína á Filippseyjum. Þau ákváðu að skrifa orðið vinur á öllum tungumálunum sem töluð eru í skólanum og hengja upp í anddyrinu þar sem gengið er inn. 1. Hvað eru mörg tungumál töluð í þínum bekk? En í skólanum? 2. Búið til orðavegg eins og Grúskararnir. Verkefni og umræður
112 FJÖLSKYLDAN Í þessum kafla ætlum við að: ● skoða margs konar fjölskyldur ● læra um réttindi barna og forréttindi ● kynnast Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
113 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til sáttaveru ● vinna með tímalínu
114 Fjölskyldur geta verið mjög ólíkar. Sumar fjölskyldur eru litlar og aðrar stórar. Stundum er eitt foreldri, stundum fleiri. Sum börn búa hjá ömmu og afa. Önnur börn eiga tvö heimili. Mörg börn eiga hálfsystkini og stjúpsystkini. Það er gott að við erum ekki öll alveg eins. Margs konar fjölskyldur Líf er mikil pabbastelpa og á tvo yndislega pabba.
115 1. Hvernig er fjölskyldan þín? 2. Eru til fjölskyldur þar sem eru bara börn? 3. Hvað eru langamma og langafi? NÝ ORÐ • hálfsystkini • stjúpsystkini • heimilisstörf Mörg börn eiga ömmu og afa, sum jafnvel langömmu og langafa. Ömmur og afar gefa sér oft tíma til að leika, spjalla og hlusta. Það er gott að leita til þeirra með spurningar. Afar og ömmur Í gamla daga bjuggu amma og afi stundum heima hjá barnabörnunum. Þau hjálpuðu til við heimilisstörf og gættu barnanna. ?
116 Það er gott að tilheyra fjölskyldu. Allir fjölskyldumeðlimir hafa hlutverki að gegna. Hlutverk foreldra er að sjá til þess að fjölskyldan hafi mat, föt og húsnæði til að búa í. Það kostar peninga. Þess vegna vinna mömmur og pabbar ýmis störf utan og innan heimilisins. Það þarf að gera margt inni á heimilinu. Þar eru líka mikil samskipti. Konur og karlar geta unnið sömu störf. Fjölskyldan
117 1. Sumir foreldrar eru heimavinnandi, hvað þýðir það? 2. Eru til sérstök störf fyrir konur og önnur fyrir karla? 3. Hvernig hjálpar þú til á heimilinu? NÝ ORÐ • fjölskyldu- meðlimur • húsnæði • nægjusemi ? Öll fjölskyldan getur hjálpast að með því að: vinna heimilisstörfin vera vingjarnleg og kurteis aðstoða hvert annað vera nægjusöm Við getum lagt okkar af mörkum til þess að heimilislífið gangi vel.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=