Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 8 2 Fromkin & Rodman 1998:17–18. 3 Aðalnámskrá grunnskóla 2013:100. við tölum. Málfræðibók samin út frá þessu sjónarhorni myndi sem sagt horfa fram hjá ýmiss konar óreglu í málinu og gefa einfaldari mynd af því, og í vissum tilfellum væri bent á hvað teldist vera rétt eða rangt mál. Hér á landi hafa flestar málfræðibækur fyrir grunn- og framhaldsskóla verið meira eða minna mótaðar af þessu viðhorfi, og á það að talsverðu leyti einnig við um málfræðikennslubækur í öðrum löndum. Alla tíð hafa verið til menn sem hafa litið svo á að til væri eitthvað sem héti rétt mál – og þar með er skapaður grundvöllur fyrir því að tala líka um rangt mál. Forskriftarmálfræðin fæst við það að segja fyrir um það hvernig eigi að tala og skrifa, þ.e. hvað sé rétt mál. Það gerir hin lýsandi málfræði ekki, þar er engin afstaða tekin heldur aðeins sett fram hlutlaus lýsing á því hvernig málið er notað. Þegar Íslendingar tóku sig til og hreinsuðu tungumál sitt um og upp úr miðri 19. öld var það gert á forsendum forskriftarmálfræðinnar. Nokkrir fróðir menn settu fram kenningu eða kenningar um það hvernig málið skyldi vera og á þeim kenningum var byggt þegar skólanemum var kennt að tala og skrifa rétt. Í Málfræði Björns Guðfinnssonar má lesa eftirfarandi: Athgr. Oft er ranglega farið með 1. p. ft. nt. og þt. í miðmynd. Er endingin látin vera -ustum í stað -umst: klæddustum í stað klæddumst, hittustum í stað hittumst o. s. frv. Þetta ber eindregið að forðast (Björn Guðfinnsson 1967:72). Þetta er gott dæmi um forskriftarmálfræði. Björn hefur mjög ákveðna skoðun á því hvað sé viðunandi málfar og hvað ekki. Þetta viðhorf hafa sumir skólamenn viljað fordæma en gleyma þá því að við sem þjóð höfum ákveðið að halda tungunni sem mest óbreyttri. Gaman væri að vita hvernig á að gera það ef ekki eru gefnar leiðbeiningar um það hvað er rétt og hvað rangt. Sumir tala líka um skólamálfræði sem hefur það hlutverk að skýra eiginleika tungumálsins fyrir þeim sem ekki kunna það fyrir. Til að læra nýtt mál vel er í flestum tilvikum óhjákvæmilegt að læra málfræði þess.² 3. Er gagn að því að kunna málfræði? Svo undarlegt sem það er þá hafa menn gegnum tíðina deilt um það hvort málfræðikennsla skilaði einhverjum árangri og hvort það hefði yfirleitt nokkuð upp á sig að vera að kenna málfræði. Hér á eftir verður reynt að benda á nokkur atriði sem þessu tengjast og færa rök fyrir því að málfræðikennsla sé af hins góða fremur en hitt. Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 segir meðal annars um málfræði: Færni í notkun tungumál, bæði móðurmáls og annarra mála, er grundvallaratriði í mannlegum samskiptum. Markmið málfræðikennslu í grunnskóla er að gera nemendur viðræðuhæfa um mál og málfar, gera þá að betri málnotendum og glæða áhuga þeirra á móðurmálinu. Síðar segir: Málfræðihugtök koma að gagni þegar rætt er ummál og málnotkun. Þau eru nauðsynleg til þess að hafa full not af orðabókum, handbókum og öðrum gagnabrunnum um mál.³ Eins og hér kemur fram verða nemendur í skólum meðal annars að vera viðræðuhæfir um tungumálið. Til þess þurfa þeir að þekkja hugtakakerfi þess og það læra þeir ekki ánmálfræðikennslu. Stundum er því haldið fram að málfræðikennsla sé gagnslaus og skili engu nema leiðindum til nemenda, meðal annars vegna þess að þeir kunni fyrir allar þessar reglur sem verið sé að kenna þeim. Grunnskólanemandi, sem orðinn er 13–14 ára gamall og hefur til að bera sæmilega málgreind kann að nota allar beygingarformdeildir tungumálsins og notar þær hárrétt. Hvers vegna þarf þá að vera að stagast á þessu við hann og láta hann læra fræði sem hann kann fyrir? Þarna er auðvitað um að ræða allhastarlegan misskilning eins og stundum gerist í skólaumræðunni, því miður. Það er allt annað að læra tungumál á máltökuskeiðinu en eftir að því lýkur. Þegar börn eru á máltökuskeiðinu rennur tungumálið inn í vitund þeirra að því er virðist fyrirhafnarlaust og beygingarkerfið sest

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=