Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 43 Verkefni 9 B Finnið upphrópanir í eftirfarandi textum: a. Viltu koma með í sund? Já, það vil ég. Ha, hvað segirðu? Ég sagði já. Það er fínt. Við skulum þá fara að drífa okkur. Kemur Signý með okkur? Nei, hún verður eftir heima. Hæ, ertu bara komin? Já, ég flýtti mér, lauginni verður lokað fljótlega. Halló, þú segir nokkuð. Hei, hvar er sunddótið þitt? Ó, ég hef gleymt því heima. Æ, það var slæmt. Við erum orðnar svo seinar. Uss, nei, þetta verður í góðu lagi. b. Oj og þei og hó og hæ, ha og uss og já og nei, suss og hí og ó og æ, úff og humm og jú og svei. Verkefni 9 C Finnið forsetningar í eftirfarandi textum: a. Ég fór á málverkasýningu um daginn. Þar sýndi frægur listamaður í stórum sal við eina aðalgötuna í bænum. Myndirnar hafði hann málað á strigameð olíulitum. Þegar égmætti á sýninguna, ásamt félögummínum úr Myndlistaskólanum, höfðu margir keypt myndir af málaranum. Þær héngu samt áfram á veggjunum en í horninu á þeim var settur lítill miði og á honum stóð SELD. Margar myndanna voru af dýrum, sérstaklega af hestum. Á sumum myndunum voru fuglar, á einni þeirra var hvít kind að kroppa. Ég gekk gegnum salinn og var hrifinn af þessum myndum. Málarinn sjálfur stóð við einn vegginn, aðdáendur hans höfðu safnast kringum hann og hann tók við lofinu frá þeim af hógværð og lítillæti. Eftir dágóða stund héldum við heim á leið. b. Ég er yngstur af fimm systkinum. Elsti bróðir minn vinnur við húsbyggingar. Hann fer í vinnuna snemma á morgnana og kemur heim á kvöldin, þreyttur eftir langan vinnudag. Svo á ég systur sem vinnur á vöktum. Hún er í lögreglunni. Hún þarf oft að vera á vakt á nóttunni og lendir í ýmsum ævintýrum. Hin systir mín er í námi. Hún ætlar að læra viðskiptafræði og ná sér í vinnu í bankanum, segir hún. Svo á ég annan bróður. Hann er í fjölbrautaskóla og hefur áhuga á tónlist. Hann leikur á hljóðfæri og syngur í kór. Ég er í grunnskólanum og hef mestan áhuga á ritun. Bækur eru í uppáhaldi hjá mér. c. Mér finnst gaman í málfræðitímum. Ég hef gaman af því að læra um tungumálið. Þess vegna les ég málfræðina af mikilli athygli. Auk þess hlusta ég vel eftir orðfæri fullorðins fólks og læri af því um myndun setninga og um beygingar erfiðra orða. Meðal annars heyrði ég í gamalli frænku minni sem sagði að bærinn hefði staðið austan árinnar og hesturinn hefði verið á beit neðan túnsins. En svo talaði hún um að prjóna neðan við sokkinn. Ég hugsaði dálítið um þetta orðalag og komst að því að þarna hafði orðið neðan skipt um orðflokk. Það er margs að gæta hjá málfræðingum eins og sjá má af þessu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=