Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 39 b. Ein vinkona mín hélt því fram að hún gæti ekki lært bragfræði. „Hættu þessu,“ hreytti hún út úr sér þegar ég reyndi að hvetja hana. „Það er sama hvað þú segir, ég get þetta aldrei,“ sagði hún. „Þið megið eiga þetta sjálf,” bætti hún við. Hún sagðist vera orðin leið á bragfræði og hún hefði ekki hæfileika til að tileinka sér hana. Fyrstu tímana var hún ýmist að horfa út um gluggann eða sofandi í sætinu sínu. Kennarinn þóttist ekki taka eftir því hvernig hún lét heldur hélt bara áfram að kenna okkur hinum. En svo fylgdist hún með því hvað við skemmtum okkur vel og brátt lyftist á henni brúnin. Þegar búið var að útskýra fyrir henni hvað ljóðstafir eru og hvernig þeir eiga að raðast í línurnar rann upp fyrir henni að þetta væri auðvitað ekkert flókið og allir gætu lært bragfræði. Verkefni 6 I Beygið eftirtaldar sagnir í kennimyndum: hljóta, skjóta, líta, bjóða, svíkja, fljúga, bresta, bera, vera, gefa, fara, lesa, sitja, vinna, aka Verkefni 6 J Beygið eftirtaldar sagnir í kennimyndum: skrifa, snæða, borða, bræða, lifa, horfa, glíma, keyra, gleðja, læða, heyra, sigla, fylla, kalla, velta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=