Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 37 Verkefni 6 B Greinið persónu, tölu, hátt og tíð undirstrikuðu sagnorðanna. Í verkefninu koma aðeins fyrir framsöguháttur, viðtengingarháttur og boðháttur: a. Farðu nú heim. Þú kemur aftur á morgun. Ég verð hér og gæti að því að ekkert fari úrskeiðis. Taktu með þér bókina sem þú sagðir mér frá þegar þú kemur til baka. Ég hef gaman af góðum bókum. Frænka mín, sem býr erlendis, færði mér bók í fyrra. Hún var skemmtileg (ég átti við að bókin væri skemmtileg, ekki frænka). b. Í skólanum ríkti mikil spenna. Árshátíðin var í undirbúningi og nemendur hlökkuðu til. Sumir unnu við sviðsuppsetninguna, aðrir æfðu leikrit, enn aðrir röðuðu borðum og einn setti stóla á rétta staði. „Hvar finn ég fleiri stóla?“ kallaði hann. „Farðu inn í kompuna þarna,“ sagði húsvörðurinn og benti. c. Tvær stúlkur sátu við borð úti í horni og settu saman texta fyrir sönghópinn. „Finndu annað blað handa mér,“ sagði önnur þeirra. „Ég er í stuði. Nú set ég saman ljóð um kennarana. Ég held að ég geti það.“ Íslenskukennarinn var á staðnum og sá um að allt færi vel fram. Nú orti stúlkan ljóð um hann. Verkefni 6 C Sýnið lýsingarhátt nútíðar af eftirtöldum sögnum: Dæmi: Sögnin að borða > borðandi a. ganga, velta, klifra, stökkva, sökkva, fljóta, sigla, aka, fara, hljóða b. eiga, kaupa, selja, leigja, neyta, lesa, byrja, dynja, hrynja, þola, gera, ljóma c. sjá, gljá, lá, slá, dá (aðdáandi), Verkefni 6E (b) Greinið hætti undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta: Við vinkonurnar komum gangandi eftir stígnum heim að skólanum og ræddum málið. „Hættu nú að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Björt. „Við leysum þetta fljótlega.“ Hún var alltaf til með að sjá góðu hliðarnar og slá á létta strengi. „Hvernig ætlar þú að leysa þetta mál?“ spurði ég. „Mér þætti gaman að sjá hvernig þú ferð að því. En ég tek undir það að auðvitað er best að nota bjartsýnina,“ bætti ég við. „Ég gæti ekki verið meira sammála þér,“ sagði hún. „Við skulum vera bjartsýnar og láta eins og allt sé í besta lagi. Komdu með mér heim á eftir og við göngum frá þessu.“ Rétt í þessu mættum við tveimur stelpum úr bekknum sem komu hlaupandi á móti okkur. Þær voru með góðar fréttir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=