Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 35 Funduð þið eitthvað markvert? Við sáum bara þetta drasl sem aldan skolar upp á landið. Það er alltaf hvað öðru líkt og ekkert af því fangaði hug okkar svo að við snerum okkur að öðru. Hvert fóruð þið þá? Einn úr hópnum stakk upp á því að við gengjum eftir fjörunni og færum út á nes sem skagar út í sjóinn og myndar þar litla vík. Þangað fórum við. Í víkinni er dýpra en annars staðar. Þar stendur klettur í fjöruborðinu og þegar við klifruðum út á hann gátum við séð hversu fjölbreytt dýralíf er í sjónum. Hvenær komuð þið heim? Ég fór ekki heim fyrr en um kvöldmat en félagar mínir voru fyrr á ferðinni. Ég kom við í búð á leiðinni heim og keypti mér nokkrar gulrætur til að styrkja tennurnar og beinin. Verkefni 5 I Finnið stofn eftirtalinna sagnorða: a. bjóða, fara, stökkva, falla, ganga, bíta, sjóða, detta b. elta, sýna, líma, hringja, skella, melta, hæla, skilja c. skrifa, tifa, landa, bora, svara, hlera, slaka, fiska d. smíða, skjóta, raka, senda, fljóta, labba, kvaka, benda, gleðja, elda, syngja, slaga, koma, henda, spara

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=