Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 34 5. kafli Verkefni 5 D Greinið persónu og tölu sagnorðanna (þau eru undirstrikuð) í eftirfarandi texta: Ég er heima. Hvar ert þú? Ég var í skólanum en svo fór ég heim. Fórstu ein heim? Nei, Anna kom með mér. Hvar eruð þið núna? Við erum heima hjá Önnu. Hvar eru Sigga og Gerður? Þær fóru í bæinn. Tvær úr bekknum komu of seint í íþróttatíma og fengu skammir. Kennarinn sagði að það væri óafsakanlegt. Best er að nemendur séu stundvísir, sagði hann. Þá gengur kennslan betur. Þið skiljið það, vona ég, bætti hann við og hnyklaði brýrnar. Verkefni 5 E Finnið boðhátt (bh.) og nafnhátt (nh.) í eftirfarandi textum: a. Finnið boðhátt og nafnhátt. Takið vinnubókina og skrifið í hana það sem á að finna. Náið í blýant til að skrifa með og svo er gott að hafa strokleður til að stroka út ef eitthvað mistekst. Vandið ykkur. Látið ekkert fara úrskeðis. Vinnið vel og drífið ykkur að ljúka verkinu. b. Það er létt að finna boðhátt. Þegar þú skipar einhverjum fyrir verkum er venjan að nota boðhátt. Ef þú segir: „Færðu þig aðeins frá, ég vil sitja þarna,“ notar þú bæði boðhátt og nafnhátt. Reyndu að læra að þekkja hættina. Hættu að kvíða fyrir og velta því fyrir þér hvort þetta sé skemmtilegt eða leiðinlegt, það mun ekki skipta máli fyrir niðurstöðuna. Farðu að vinna við verkefnin og þú munt ekki sjá eftir því. c. Til að læra málfræði þarf að lesa bókina vel og svo er gott að æfa sig á að vinna ýmiss konar verkefni. Hugsaðu um það. Sumum finnst ekki skemmtilegt að stauta sig í gegnum verkefnin. En taktu eftir því sem ég er að segja. Flestir eru sammála um að það sé gagnlegt að læra að þekkja málfræðihugtökin. Sá sem kann málfræðina vel er líklegri til að hafa betri tök á tungumálinu. Mundu það. Verkefni 5 H Greinið persónu, tölu og tíð undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi textum: a. Vinkonurnar stóðu hlið við hlið og horfðu forvitnar á bílinn sem þaut framhjá þeim. Þær vissu að undir stýri var ungur maður sem nýlega hafði fengið bílpróf og í framsætinu sat yngri bróðir hans sem var bekkjarbróðir þeirra. Sá sem ók bílnum var þekktur fyrir glannaskap. „Ég held að það ætti að stoppa þetta,“ sagði önnur þeirra. „Við verðum að gera eitthvað.“ „Þú getur reynt að hringja í mömmu þína,“ sagði hin. „Hún er í löggunni.“ „Ég er ekki viss um það,“ sagði sú fyrri. „Hvað heldur þú að þeir geri ef við kærum þá?“ b. Hvert fórst þú eftir skóla í gær? Ég gekk með tveimur félögum mínum niður að sjó. Við vorum að skoða hvað hefði rekið á fjöruna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=