Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 31 3. kafli Verkefni 3 F Skráið eftirfarandi texta í vinnubók og tilgreinið hvort lýsingarorðin (undirstrikuð) standa í frumstigi (fst.), miðstigi (mst.) eða efsta stigi (est.): a. Sumum finnst málfræði skemmtileg. Öðrum finnst hún leiðinleg. Reyndar eru flestir á þeirri skoðun að sumir kaflar í málfræði séu skemmtilegri en aðrir. Og svo er það líka staðreynd að skemmtilegast er alltaf að leysa þau verkefni sem eru auðveld og skiljanleg. Verst eru þau sem eru löng og torskilin. Sumt í málfræði er líka leiðinlegra en annað. Og verkefni sem eru mjög einföld og auðveld verða stundum það leiðinlegasta af þessu öllu. b. Þegar við komum til borgarinnar var orðið áliðið. Langir skuggar teygðu sig frá bröttum fjallgarðinum sem reis hár og ógnvekjandi í austri. Gatan sem við ókum eftir var breið og út frá henni gengu aðrar mjórri götur og minni. Umferð var mikil, flestir bílarnir voru á leið inn í þéttbýlið. Háar blokkir stóðu í óreglulegum klasa á vinstri hönd, þær hæstu voru meira en tuttugu hæðir. Við ókum fram hjá glæsilegri lestarstöð þar sem stórir hópar fólks stóðu og biðu á brautarpöllunum. Margir kusu að standa úti, enda veðrið gott. Verkefni 3 F – Viðbót um óregluleg lýsingarorð Finnið frumstig, miðstig og efsta stig undirstrikuðu lýsingarorðanna í eftirfarandi texta: a. Þessi vegur er verri en ég hélt. Þetta er malarvegur með fleiri holum en tölu verði á komið og þar er minna malbikað en á þjóðvegi 1. Versti kaflinn var við fjarðarbotninn. Þar eru flestar holurnar. Þessi vegur er líka eldri en þjóðvegurinn. Þjóðvegur 1 er betri. Hann er að mestu leyti malbikaður. Jafnvel elsti hluti hans er með malbiki. Eftir því sem fleiri kílómetrar eru malbikaðir þeim mun betra er að ferðast um landið og umferð verður meiri. b. Þessi bók er sú besta sem ég hef lesið. Þar eru fleiri skemmtilegar sögur en ég hef áður séð og meira af spennandi köflum en í öðrum bókum. Hér er líka minna af útúrdúrum en ég á að venjast. Ein sagan fjallar um stúlku sem lendir í verri aðstæðum en hún reiknaði með og eldri systir hennar kemur til aðstoðar. Þegar það versta virðist óumflýjanlegt hitta þær systur á bestu lausnina og sleppa með minnsta mögulegan skaða. Allt fer því á betri veg en þær héldu. Þannig eru flestar sögurnar í bókinni. Mest af efni hennar var mér til ánægju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=