Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 28 2. kafli Verkefni 2 B Fallbeygið eftirtalin orð í eintölu, strikið undir beygingarendingar þeirra og finnið stofninn: a. hundur, lóa, þorskur, ýsa, ufsi, síld, sveit, brekka, gras, heiði, urð, lækur, land, sandur, klettur, fjall, blóm, runni, garður b. eldur, aldur, alda, ekkja, ekkill, listi, list, grund, greind, gröf, gryfja, bæli, ból, floti, fleyta, flet, dómur, dæmi, önd, andi c. kveikjari, prentari, blýantur, doðrantur, leikari, farangur, dagrenning, núvitund, undirskál, umgangur Verkefni 2 C Fallbeygið í eintölu og fleirtölu eftirtalin orð og strikið undir beygingarendingar þeirra: a. kálfur, átt, bifreið, vald, ferð, dagur, blað, klöpp, drottning, draumur, saga, ljóð, sál, andi, leikur, ketill, hattur, háttur, vindur, löngun b. sandur, synd, sending, sund,vindur,vending,brýni,brún,brenna,brunnur, brynning, ferð, furða, farði, bilun, viðgerð, auga, eyra, nýra, hjarta Verkefni 2 G Finnið nafnorð í eftirfarandi texta. Skráið niður hvort þau eru með greini (m. gr.) eða án hans (án gr.): a. Síðastliðið sumar fór ég í nokkur skipti í fjallgöngu ásamt vinkonum mínum. Við höfðum ekki gengið á fjöll áður en við vorum þó í ágætu formi eftir að hafa stundað leikfimina í skólanum okkur til hressingar og heilsubótar. Fyrsta fjallið sem við völdum okkur var Úlfarsfell. Það er ekki mjög hátt og reyndist okkur ekki mikil hindrun. Eftir það varð Esjan fyrir valinu. Við fengum einn pabbann til að keyra okkur inn í Kollafjörð og þaðan gengum við upp að Steini. Ferðin tók vel á annan klukkutíma og við vorum orðnar ansi þreyttar þegar áfanganum var náð. En veðrið var gott, skýjað en úrkomulaust, og útsýnið var stórkostlegt. Á leiðinni niður mættum við einni bekkjarsystur okkar sem var í gönguhóp með foreldrum sínum. Þar var fagnaðarfundur og hún ákvað að slást í hópinn með okkur í næstu gönguferð. b. Við Ísland hafa fundist um 300 tegundir beinfiska. Af öllum þeim fjölda teljast aðeins fjórar til ferskvatnsfiska: lax, silungur (urriði, bleikja og regnbogasilungur), hornsíli og áll. Hinar eru svokallaðir saltvatnsfiskar, en innan þeirra raða eru helstu nytjafiskar okkar Íslendinga: þorskur, ýsa, síld, loðna, steinbítur og karfi. Skipa veiðar og vinnsla á þessum tegundum stóran sess í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Hefur svo verið allt frá upphafi Íslandsbyggðar, einkum hvað þorskinn, ýsuna og steinbítinn varðar, en styttra er síðan veiðar á síld, loðnu og karfa hófust að einhverju ráði hér við land. Má reyndar segja, að veiðar á þeim hafi ekki verið stundaðar að neinu marki á Íslandsmiðum fyrr en á 20. öld (Íslenskir nytjafiskar, G.I.E. óútg.).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=