Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 15 7 Guðrún Kvaran 2005:206 8 Ágæta umfjöllun um horf er að finna í grein Ingibjargar B. Frímannsdóttur (2005) 4.5.4 Um kennsluna Í Gullvör er fjallað um sagnorðin í þremur köflum sem eru misþungir (sjá fyrri hluta, um bókina og notkun hennar). Í 5. kafla, þar sem fyrst er rætt um sagnorð, er farið nokkuð vandlega yfir persónur sagna og tölur og því næst er kennt um tvo af háttunum, boðhátt og nafnhátt. Boðháttur er auðveldastur af þessu öllu, bein skipun í 2. persónu, og bara til í nútíð í eintölu og fleirtölu: farðu, farið (þið). Nafnháttur er líka auðveldur, lítur alltaf eins út. Gæta verður þess að verkefnið sé þannig gert að þar séu ekki sagnir sem standa í 3. persónu fleirtölu framsöguháttar í nútíð (þeir syngja, þær hlaupa o.s.frv.). Þessi beygingarmynd er nefnilega eins og nafnhátturinn. Þetta getur ruglað unglingana í ríminu og á ekki að kenna fyrr en seinna. Kaflaskiptingin er gerð með það að markmiði að viðfangsefnið verði auðvelt og aðgengilegt, nemendur geti lokið kaflanum vissir um að þeir kunni efni hans og hafi á því full tök. Líklega er best, undir venjulegum kringumstæðum, að kenna 5. kaflann í 8. bekk. Það fer þó eftir ýmsu og kennarar verða að meta það hvað þeir telja að hópurinn ráði við. Í 6. kafla er svo kennt um alla hættina. Sá kafli er miðaður við 9. bekk, þó með sama fyrirvara og áður. Þar er heill kafli sem gengur út á að skýra muninn á framsöguhætti og viðtengingarhætti út frá beinni og óbeinni ræðu. Lýsingarhættirnir eru svo skýrðir, þeir eru yfirleitt ekki vandamál, a.m.k. ekki lýsingarháttur nútíðar. Til að útskýra mun á persónuháttum og fallháttum getur verið gott að nota tvær sagnorðarunur. Sú fyrri er þannig: Stelpan mun hafa komið gangandi heim. Hin er svona: Hundurinn beit, urraði, slefaði og gelti af æsingi. Hér eru sagnorðin feitletruð, fjögur í hvorri málsgrein. Nú er spurt: hvaða sagnir eru í persónuháttum, hverjar eru í fallháttum? Til að ná svarinu fram á skýran og myndrænan hátt skiptum við um tölu á frumlaginu, setjum það í báðum tilvikum í fleirtölu. Skoðum svo hvernig sagnorðin bregðast við: Stelpurnar munu hafa komið gangandi heim. Hundarnir bitu, urruðu, slefuðu og geltu af æsingi. Í fyrra tilvikinu breytist aðeins ein sögn, mun > munu. Í seinna tilvikinu breytast þær allar. Þetta dæmi notum við til að útskýra hvernig sagnir í persónuháttum bregðast við þegar breytt er um tölu (og oftast þegar breytt er um persónu) en fallháttarsagnirnar breytast ekki (lýsingarháttur þátíðar þegar hann myndast með sögninni að vera, breytist eftir persónum og tölum en best er að vera ekki að flækja málið með þeim upplýsingum, a.m.k. alls ekki fyrr en á síðustu stigum kennslunnar). Í fyrra tilvikinu eru dæmi um alla fallhættina þrjá sem kemur sér vel við útskýringarnar. Áður en horfið er frá háttum sagna er rétt að benda á eitt atriði enn. Þegar kennt er um hættina veldur það oft nokkrum vandræðum og misskilningi að þar eru heiti á yfir- og undirhugtökum þau sömu. Talað er um persónuhætti og fallhætti og þessir tveir flokkar skiptast svo í undirflokka sem bera sömu heiti, þ.e. undirflokkarnir heita líka – hættir, framsöguháttur, viðtengingarháttur o.s.frv. Rétt er að hafa þetta í huga þegar kennt er og e.t.v. má benda nemendum á þetta ef það gæti orðið til þess að þeim gengi betur að átta sig á flokkunum. Þó verður að gæta þess að slíkar útskýringar verið ekki of flóknar. 4.5.5 Tíðir sagna Tíðir sagna eru tvær, nútíð og þátíð og þær er auðvelt að þekkja í sundur: (ég) tek / (ég) tók; (hún) stekkur / (hún) stökk. Rétt er að benda á hugtakið horf í þessu sambandi. Horf er málfræðileg formdeild sem lætur í ljós hvort einhver verknaður er að hefjast, hvort hann stendur yfir, hvort honum er lokið o.s.frv.⁷ Ekki hefur verið venja að kenna grunnskólanemum um horf sagna.⁸

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=