Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 13 4.4.2 Stig lýsingarorða Lýsingarorð hafa þrjú stig, frumstig, miðstig og efsta stig. Dæmi: langur – lengri – lengstur; þungur – þyngri – þyngstur Hér er ekki þörf á miklum útskýringum. Þessi formdeild er einföld og skýrir sig að mestu sjálf. Nemendur grunnskólans ná þessu atriði yfirleitt auðveldlega. Hér er rétt að benda á að sum atviksorð stigbreytast á sama hátt og lýsingarorð. Dæmi: nærri – nær – næst; lengi – lengur – lengst; snemma – fyrr – fyrst 4.4.3 Lýsingarorð eða atviksorð Oft er hægt að þekkja hvort um er að ræða lýsingarorð eða atviksorð með því að breyta um tölu á frumlagi setningarinnar. Ef orðið breytist er það lýsingarorð: barnið las hátt – börnin lásu hátt (ao.) fjallið er hátt – fjöllin eru há (lo.) Ef ekki er ljóst hvort um er að ræða lýsingarorð eða atviksorð prófa sumir að máta orðin gott og vel við það orð sem þeir eru í vafa um: Ef orðið gott fellur inn í setninguna er oftast umað ræða lýsingarorðen ef orðið vel fellur inn í þá er oftast umað ræða atviksorð: Barnið las hátt *barnið las gott barnið las vel Í setningunni „barnið las hátt“ er hátt atviksorð. Hér er stjarna (*) höfð á undan dæminu semverður málfræðilega rangt. – Þetta höfum við heyrt að sé stundum kallað „gott og vel reglan“. 4.5 Sagnorð Beygingarformdeildir sagnorða eru: persóna, tala, háttur og tíð. Auk þess er venja að greina tvö atriði til viðbótar. Þau heita mynd og beyging (sterk, veik,blönduð). Verður nú hugað að hverjum þessara þátta fyrir sig. 4.5.1 Persóna sagna Persónur sagna eru þrjár og þær tengjast persónufornöfnunum. Ekki er hægt að fjalla um persónur sagna án þess að nota fornöfnin: fyrsta persóna (ég, ft. við), önnur persóna (þú, ft. þið) og þriðja persóna, sem tekur þá yfir allt sem ekki er annað hvort fyrsta eða önnur persóna. Sagnorðið breytist eftir því við hvaða persónu er átt: ég fer ég skrifa þú ferð þú skrifar hann (hún, það) fer hann (hún, það) skrifar Oftast eru tvær persónurnar eins í eintölu, ýmist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=