Gullvör

94 15.4 Hv-framburður Orð sem byrja á hv- eru víðast borin fram með kv -hljóði. Það kallast kv -framburður. Þó eru undantekningar frá því. Á Suðurlandi bera sumir það fram eins og g í sagt . Það kallast hv -framburður. 15.5 Vestfirskur einhljóðaframburður Á Vestfjörðum er sums staðar borið fram einhljóð á undan -ng og -nk . Þá segir fólk langur drengur (ber orðin fram eins og þau eru skrifuð) en ekki lángur dreingur eins og víðast er sagt; a og e eru einhljóð, á og ei eru tvíhljóð. 15.6 Skaftfellskur einhljóðaframburður Í Skaftafellssýslum er borið fram einhljóð á undan -gi . Þá segir fólk vegi (með e en ekki eí ), flugi (með u en ekki uí ), logi (með o en ekki oí ), stigi (með i en ekki ií ) og drögin (með ö en ekki öí) ( e , u , o , i og ö eru einhljóð). Verkefni 15 Skrifið eftirfarandi orð upp og tilgreinið hvort þau eru borin fram á mismunandi vegu eftir því hvar er á landinu. Ef svo er, í hverju felst sá munur? loðnir, löngum, hvelfing, koma, latur, stampur, bogi, drengur, vafi, logi, herða, hvert, strumpur, henta, votur, kápa, lengi, verða, hverfa, hanka, garður, stelpa, lögin, vandi, elta, vangi, hugi, stelkur, kátur, rýmka, feginn, láta. Upprifjun við 15. kafla: 1. Hvað er það sem kallað er linmæli? En harðmæli? 2. Hvar er harðmæli algengast? 3. Hvað er það sem kallað er raddaður framburður? 4. Hvar er raddaður framburður algengastur? 5. Hvaða leið er algengust til að bera fram orð sem byrja á hv-? 6. Hvað er óvenjulegt á sumum svæðum sunnanlands við framburð á orðum sem byrja á hv-? 7. Hvað er vestfirskur einhljóðaframburður? 8. Hvað er skaftfellskur einhljóðaframburður?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=