Gullvör

93 15. kafli Staðbundinn framburður – Mállýskueinkenni Í þessum kafla verða sett fram dæmi um staðbundinn framburð og mállýskueinkenni hér á landi. Helstu framburðareinkenni sem eru svæðisbundin hér á Íslandi eru harðmæli og linmæli , raddaður framburður , hv-framburður , vestfirskur einhljóðaframburður og skaftfellskur einhljóðaframburður . 15.1 Þegar orð eru borin fram á mismunandi hátt í einum landshluta miðað við annan kallast það staðbundinn framburður . Á Íslandi finnast ekki ólíkar mállýskur eins og í sumum öðrum löndum. Hins vegar heyrast stundum ýmis mállýskueinkenni í einum landshluta sem ekki verður vart í öðrum. 15.2 Harðmæli og linmæli Á Norðurlandi (í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslum) eru hljóðin p t k fráblásin inni í orðum á eftir löngu sérhljóði. Það er kallað harðmæli . Annars staðar eru þessi hljóð ófráblásin. Það er kallað linmæli . Skoðum dæmi: sápa – sába; láta – láda; taka – taga. Framburðarmunur í þessum þremur orðapörum er sá að í fyrra orðinu er p/t/k fráblásið (það merkir að hljóðið p heyrist sem p , ekki b o.s.frv.), það kallast harðmæli en í seinna orðinu ófráblásið, það kallast linmæli . Athugið að seinni orðin í pörunum eru auðvitað ekki stafsett á þennan hátt. Þau eru skrifuð svona til að sýna framburðinn. 15.3 Raddaður framburður Á Norðurlandi (einkum á Norðausturlandi) eru hljóðin m og n rödduð á undan p t k og l raddað á undan p k . Skoðum dæmi: hempa, heimta, rýmka, menntun, minnka, stelpa . Þessi orð eru borin fram á mismunandi hátt eftir landshlutum. Berið orðið hempa fyrst fram þannig að m -ið sé raddað og hafið það svo óraddað í næstu tilraun. Reynið svo það sama við hin orðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=