Gullvör

92 Nýyrði eru þau orð kölluð sem mynduð hafa verið úr stofnum erfða- orðanna. Orðið sjón er erfðaorð, sömuleiðis sögnin að varpa og orðið varp (kúluvarp) er það líka. Úr þessum orðum höfum við búið til orðið sjónvarp . Það er tæki sem varpar því sem við viljum sjá út á ljósvakann og þaðan inn á heimilin. Skoðum fleiri dæmi: flugvél, plötusnúður, hljómsnælda, hugbúnaður, vasareiknir. Tökuorð heita þau orð sem hafa verið tekin inn í málið úr erlendum tungumálum en aðlöguð að beygingarkerfi íslenskunnar. Skoðum dæmi: bíll, rúta, jeppi, kaffi, plast. Verkefni 14 F Skrifið upp eftirtalin orð, merkið E við erfðaorð, N við nýyrði og T við tökuorð: hestur, flugvél, þyrla (no), binda, versla, dagblað, traktor, plötu- spilari, dósent, stígvél, garður, mótor, sími, örtölva, dægurlag, ostaskeri, gítar, borg, drengur, námsbók. Upprifjun fyrir 14. kafla: 1. Hvaða munur er á málshætti og orðtaki? 2. Nefnið dæmi um hlutstæð og óhlutstæð orð. 3. Nefnið dæmi um huglæg og hlutlæg orð eða texta. 4. Nefnið dæmi um víðtæk og sértæk orð. 5. Hver er munurinn á samheitum og andheitum? Nefnið dæmi. 6. Hver er munurinn á erfðaorðum, nýyrðum og tökuorðum? Nefnið dæmi úr hverjum flokki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=