Gullvör

91 Andheiti kallast það þegar orð hafa andstæða eða gerólíka merkingu. Skoðum dæmi: út – inn; upp – niður; góður – vondur; svartur – hvítur Verkefni 14 E a) Finnið samheiti eftirtalinna orða: borða, lemja, lýður, stauta, hvatur, starfa, læna, flana, djarfur, týna, fallegur, dreifbýli, glymjandi, nirfill. b) Finnið andheiti eftirtalinna orða: fullur, byrja, hækka, hægur, traustur, hátt, þögull, kaldur, koma, fyrst, votur, mjúkur 14.6 Erfðaorð, nýyrði, tökuorð . Saga orðanna er löng og merkileg. Hún er ansi flókin á köflum og oft erfitt að rekja hana. Við sem búum á Íslandi og tölum íslensku erum stolt af þessu forna tungumáli okkar og leggjum töluvert á okkur til að halda því óbreyttu, eftir því sem hægt er. Við eigum bækur sem skrifaðar voru á íslensku fyrir meira en átta hundruð árum og þennan texta getum við skilið án mikilla vandkvæða. En tungumál breytast í tímans rás og inn í málið koma ný orð, sum eru búin til úr stofnum eldri orða, önnur eru fengin að láni úr öðrum tungumálum. Erfðaorð kallast þau orð sem voru í máli landnámsmanna þegar þeir komu til Íslands. Skoðum dæmi: Gunnlaugur svarar: „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.“ Þessi klausa er úr Gunnlaugs sögu ormstungu sem skrifuð var í 13. öld. Öll þessi orð teljast erfðaorð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=