Gullvör

90 14.4 Víðtæk og sértæk orð . Sagt er að orð séu víðtæk eða sértæk eftir því hvort merking þeirra er þröng eða víð. Skoðum orðið hestur og berum það saman við orðið dýr . Orðið dýr hefur víðtækari merkingu en orðið hestur . Allir hestar eru dýr og það eru til mun fleiri dýr en hestar. Lítum svo á orðið reiðhestur . Það hefur sértækari merkingu en orðið hestur . Ekki eru allir hestar reiðhestar. Lítum á dæmi þar sem orðum hefur verið raðað frá því víðtækasta til hins sértækasta: Lífvera – hryggdýr – spendýr – hestur – reiðhestur – Freyfaxi Verkefni 14 D Raðið orðunum í hverri röð frá hinu víðtækasta til hins sértækasta: hryggdýr kría fugl farfugl lífvera dýr yfirhöfn flík frakki rykfrakki söluvara borðbúnaður gaffall hnífapör lífvera grenitré jurt tré barrtré skip farartæki bílferja Herjólfur Íslendingasaga fornbókmenntir sagnarit Laxdæla 14.5 Samheiti og andheiti . Í sumum tilvikum eru til mörg orð um sama hlutinn. Það á einkum við um það sem okkur er kært eða mikið kemur við sögu í daglegu lífi. Annar þáttur merkingarfræðinnar er að skoða orð sem tákna tvo andstæða hluti. Samheiti kallast það þegar tvö eða fleiri orð hafa sömu merkingu. Skoðum dæmi: lúða – flyðra – spraka; piltur – drengur – sveinn; stúlka – stelpa – snót Athugið að auðvitað er hægt að finna miklu fleiri samheiti sumra orðanna en hér er gert. Það sama á við um andheitin hér á eftir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=