Gullvör

89 14.3 Huglægur eða hlutlægur texti. Textinn sem þið lesið er ýmist hug- lægur eða hlutlægur. Í huglægum texta eru notuð tilfinningaorð sem lýsa skoðun eða afstöðu fremur en staðreyndum. Hlutlægur texti er á hinn bóginn byggður á staðreyndum sem ekki verða véfengdar og er óháður skoðunum eða mati. Huglægur texti . Lítum á dæmi um texta sem lýsir fremur tilfinningalegri afstöðu en staðreyndum: Bókin er mjög leiðinleg . Það er huglægt mat að bókin sé leiðinleg og ekki víst að öllum beri saman um það. Orðið leiðinleg er tilfinningaorð. Hlutlægur texti . Skoðum til samanburðar aðra málsgrein. Þar er textinn hlutlægur, þar er ekkert persónulegt mat lagt á það sem verið er að lýsa heldur dregnar fram staðreyndir: Bókin er 256 blaðsíður með 12 punkta letri og engum skýringarmyndum. Nú er ekki um neitt að villast. Hér kemur fram hvað bókin er stór og hvernig efnið er sett fram. Hér er ekkert tilfinningaorð. Verkefni 14 C Skrifið upp eftirfarandi texta og tilgreinið við hverja málsgrein hvort hún er huglæg eða hlutlæg. Merkið tilfinningaorð sérstaklega: Þessi bók er hræðilega leiðinleg. Hún er 156 blaðsíður. Myndirnar eru alltof margar vegna þess hve ljótar þær eru og illa teknar. Þær eru alls 26. Kápan er illa hönnuð. Hún er blá með rauðum strikum og þar er mynd af sjávarþorpi tekin í svarthvítu. Þetta þorp er áreiðanlega hundfúlt. Þar virðast aðeins vera örfá hús og tvær eða þrjár götur, flestar ómalbikaðar. Bókin fjallar um ungan mann sem á heima í þorpinu. Hann heitir Jónatan og er 16 ára þegar bókin byrjar. Hins vegar veit ég ekki hve gamall hann er í lokin því að ég lauk aldrei við skrudduna heldur lánaði yngri bróður mínum hana. Hann er svo vitlaus að þetta er sjálfsagt góð lesning fyrir hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=