Gullvör

88 Verkefni 14 A Skrifið upp eftirfarandi setningar og tilgreinið hvað eru málshættir og hvað eru orðtök. Mörg eru konungs eyru. Þið færist of mikið í fang. Sjaldan launar kálfur ofeldi. Þú ert aldeilis ekki á flæðiskeri staddur. Bragð er að þá barnið finnur. Eigi leyna augu ef ann kona manni. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Nokkrir nemendur stungu saman nefjum á ganginum. Vinnuflokknum tókst með þessu að slá tvær flugur í einu höggi. Oft er í holti heyrandi nær. Hver er sinnar gæfu smiður. 14.2 Hlutstæð og óhlutstæð orð . Orðin sem við notum í daglegu máli eru hvert öðru ólík um margt. Eitt af því sem greinir þau í sundur er það hvort þau merkja eitthvað sem við sjáum og heyrum eða eitthvað sem við getum hvorki séð né þreifað á. Hlutstæð kallast þau orð sem tákna eitthvað sem hægt er að sjá og þreifa á eða finna fyrir. Hlutstæð orð eru eins og fjall , húfa, stóll, tölva, veggur o.s.frv. Óhlutstæð kallast þau orð sem tákna eitthvað sem ekki er hægt að snerta en við vitum þó að er til (eða teljum að sé til). Óhlutstæð orð eru t.d. skoðun , minning , kæti o.s.frv. Verkefni 14 B Hver eftirtalinna orða eru hlutstæð, hver eru óhlutstæð: Bjarg, bók, efnahagur, flugvél, loft, vinátta, aðdragandi, verð, vörur, afl, merki, undrun, vald, fögnuður, staur, dalur, vernd, ljós, hljóð, hljóðfæri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=