Gullvör

7 Sagnorðið er sagt á mismunandi vegu eftir því hvort það vísar til þess sem er að gerast eða þess sem er liðið eða gerðist áður. get hoppar er nútíð gat hoppaði er þátíð Verkefni 1 C – tíðbeyging Greinið tíð sagnorðanna (þau eru undirstrikuð) í eftirfarandi texta: Ég á heima í húsi sem stendur við fáfarna götu. Í húsinu á móti býr fjölskylda bestu vinkonu minnar. Áður átti ég heima við götu sem er í öðru borgarhverfi. Mér fannst mjög spennandi þegar við fluttum hingað. Þar sem ég bjó áður var mikil umferð og hávaði. Það þótti mér óþægilegt. Hér líður mér betur. 1.5 Óbeygjanleg orð breytast ekki. Skoðum dæmi um nokkur slík orð: og, þarna, frá, já, að, ef, upp, til, ha, mjög Þessi orð eru alltaf eins. Verkefni 1 D Skrifaðu texta í samfelldu máli sem inniheldur a.m.k. 8 af óbeygjanlegu orðunum hér fyrir ofan. Upprifjun við 1. kafla 1. Öll orð skiptast í þrjá yfirflokka. Hvað heita þeir? 2. Hvað er það sem einkennir öll fallorð? 3. Hvað einkennir öll sagnorð? 4. Að hvaða leyti eru óbeygjanleg orð frábrugðin hinum yfirflokkunum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=