Gullvör

87 14. kafli Sitthvað um orðin Það sem rætt verður um í þessum kafla eru málshættir og orðtök , hlutstæð og óhlutstæð orð , hlutlægur og huglægur texti , víðtæk og sértæk orð og samheiti og andheiti . Að lokum er stutt um- fjöllun erfðaorð , nýyrði og tökuorð . 14.1 Málshættir og orðtök eru hluti af tungumálinu . Málshættirnir eru margir ævagamlir og fyrir kemur að það er svolítið erfitt fyrir nútíma- fólk að átta sig á upprunalegri merkingu þeirra. Sama gildir um orðtökin. Þau tengjast oft vinnubrögðum sem löngu eru horfin og gleymd eða lífs- venjum sem við þekkjum ekki lengur. 14.1.1 Málsháttur er óbreytanleg setning sem segir fulla hugsun og getur staðið ein. Málshættir fela oft í sér líkingar. Þeir bera gjarnan í sér einhverja speki eða sannindi og eru oft stuðlaðir og jafnvel rímaðir líka þó að það sé ekki algengt. Skoðum dæmi: Oft verður góður hestur úr göldnum fola. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Eins dauði er annars brauð. 14.1.2 Orðtak er fast orðasamband sem venjulega er notað í breyttri (óeiginlegri) merkingu. Orðtak fær ekki fulla merkingu fyrr en það hefur verið fellt inn í setningu í ákveðnu samhengi. Mjög oft fela orðtök í sér líkingar. Skoðum dæmi: Leggja hönd á plóginn. (Margir hafa lagt hönd á plóginn til að ljúka þessu verki.) Hafa eitthvað á prjónunum. (Þú hefur alltaf eitthvað á prjónunum.) 14.1.3 Eiginleg og myndhverf merking orðtaka . Orðtakið að leggja hönd á plóginn hefur í rauninni tvenns konar merkingu, eiginlega og myndhverfða. Sama gildir um orðtakið að hafa eitthvað á prjónunum . Eiginleg merking: Að ýta á plóginn þegar verið er að plægja og létta þannig átakið . Að vera að prjóna sokk eða vettling eða eitthvað slíkt. Myndhverf merking: Að veita einhverjum aðstoð, hjálpa til . Að hafa eitthvað fyrir stafni .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=