Gullvör

86 13.8 Allar samtengingar eru tengiliðir . Skoðum dæmi: Ég og þú. Rautt eða grænt. Hann fór heim af því að veðrið versnaði. Verkefni 13 H Finnið tengiliði í eftirfarandi texta: Það er ekki ég heldur hún. Mér var sagt að þú ættir þennan poka. Bíllinn valt af því að vegkanturinn brast undan honum. Komdu nú með matinn svo að við getum byrjað að borða. Ég verð heima ef þú ferð. Flugvélin lenti þegar vindinn lægði. Óðar en dansleiknum lauk þustu allir í samkvæmið. Mér leið vel enda þótt ekki væri hlýtt í kofanum. Upprifjun við 13. kafla: 1. Skýrið út eftirfarandi hugtök: a) frumlag b) umsögn c) andlag d) sagnfylling e) forsetningarliður f) einkunn g) atviksliður h) tengiliður 2. Hvað er gervifrumlag? En frumlagsígildi? 3. Hvernig skiptast sagnorðin milli persónuhátta og fallhátta í samsettri umsögn? 4. Einkunnum má skipta í tvo flokka; sambeygða einkunn og eignarfallseinkunn. Hver er munurinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=