Gullvör

85 13.6.1 Eignarfallseinkunn stendur yfirleitt á eftir orðinu sem hún fylgir og er í eignarfalli þó að orðið sem hún stendur með sé það ekki. Eignar- fallseinkunnin táknar eignarhald, þ.e. hver eigi það sem felst í orðinu sem hún stendur með. Skoðum dæmi: Kór kirkjunnar . Söngur kórsins . Skip útgerðarinnar . Verkefni 13 F Finnið einkunnir í eftirfarandi texta: Rautt hús stendur í hárri hlíð. Langir og erfiðir dagar fóru í hönd. Gullnum bjarma sló á himininn. Móðir stúlkunnar kom og hjálpaði henni. Ástráður tók þátt í þessum skemmtilega leik. Hinir frábæru, óviðjafnanlegu, eldfjörugu, yndislegu Skríplar léku fyrir dansinum. Þóra hlustaði hugfangin á söng Skríplanna. 13.7 Öll atviksorð eru atviksliðir . Skoðum dæmi: Komdu strax . Hver er uppi ? Hún er mjög sterk. Verkefni 13 G Finnið atviksliði í eftirfarandi texta: Þetta getur vel verið. Nú fór illa. Aldrei sá ég þennan mann enda var hvergi neitt ljós að hafa þarna á myrkum ganginum. Láttu nú ekki svona, vertu heima eins og stundum áður. Í gær gekk nú aldeilis ekki alveg svona vel.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=