Gullvör

84 13.4 Sagnfylling er fallorð í nefnifalli sem stendur með áhrifslausri sögn til uppfyllingar . Áhrifslaus sögn er sagnorð sem ekki tekur með sér andlag, þ.e. sögn sem stýrir ekki falli, t.d. so. að vera, verða, heita, þykja, reynast, kallast o.fl. Skoðum dæmi: Húsið er rautt . Vegurinn reyndist góður . Nemandinn heitir Ari . Verkefni 13 D Finnið sagnfyllingar í eftirfarandi texta: Vegurinn virðist góður. Endurnar sýnast spakar. Hörður þykir traustur. Jólasveinninn heitir Kertasníkir. Laxinn var ágætur. Húsið er mjög fallegt á litinn. Veggirnir eru rauðir og þakið er grænt. Veislan verður skemmtileg. 13.5 Forsetningarliður er forsetning + fallorðið sem hún stýrir falli á . Skoðum dæmi: um hest, frá hesti, til hests, á morgun, af stað, milli húsanna Verkefni 13 E Finnið forsetningarliði í eftirfarandi texta: Hljómsveitin spilaði allt til morguns. Ég fer ekki án þín. Þetta gerð- ist vegna mistaka. Um daginn gerðist merkur atburður í skólanum. Eftir matinn fóru gestirnir inn í stofuna þar sem einn af heimamönn- um spilaði á langspil. Vegurinn liggur kringum túnið. Ég sat gegnt honum við borðið. Meðal gestanna var drengurinn frá Útgarði. 13.6 Einkunn (sambeygð einkunn) er fallorð sem stendur með nafnorði til að kveða nánar á um eiginleika þess, skýra það nánar (stundum kallað ákvæðisorð). Skoðum dæmi: Rauður hestur, rauður fjörugur hestur, góður bíll, grátt hús forsetningaliður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=