Gullvör

83 Verkefni 13 B Finnið umsagnir í eftirfarandi texta: Hesturinn minn hljóp hraðast. Báturinn er hraðskreiður. Það væri gaman að sjá hann. Voru þeir hér? Sigga og Þór hafa alltaf verið vinir. Engan langar til að vera með í þessu. Aldrei hefur mig langað til Ástralíu. Vertu ekki fyrir. Konan reiddist og skammaði dreng- ina. Hundurinn gelti, urraði, klóraði, beit og slefaði af illsku þegar drengurinn stal frá honum matnum. 13.3 Andlag er fallorð sem stendur (langoftast) í aukafalli og stýrist af sagnorði . Sagnorðið sem stýrir þannig falli heitir áhrifssögn. Skoðumdæmi: Hún braut bollann . (bollann = þf. sem stýrist af so. brjóta ). Eilífur gaf mér gjöf (mér = þgf., gjöf = þf., bæði orðin stýrast af so. gefa ). Verkefni 13 C Finnið andlög og áhrifssagnir í eftirfarandi texta: Helltu kaffinu í könnuna. Sjómaðurinn bakaði brauð. Borðaðu mat- inn þinn. Enginn gat lyft steininum. Gunna ók bílnum. Langar þig til að drekka ávaxtasafann? Hefur þú aldrei sungið sálm? Erla tók barnið og gaf því mjólk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=