Gullvör

82 Verkefni 13 A Finnið frumlög í eftirfarandi texta: Sigga hljóp hraðast. Bíllinn er ónýtur. Það væri gaman að sjá hann. Veldur Eyjólfur þessu? Björg og Þórhalla voru systur. Enginn tekur mark á þessu. Aldrei hefur mér fundist þetta skemmtilegt. Vertu ekki fyrir. Hesturinn fældist og hljóp leiðar sinnar. 13.2 Umsögn er sögn í persónuhætti . Umsögnin segir til um það hvað er að gerast, hvað frumlagið eða andlagið gerir, fær, verður að þola o.s.frv., allt eftir því hver merking aðalsagnarinnar er. Skoðum dæmi: Hver er þetta? Þú átt bókina. Hundurinn beit rottuna. 13.2.1 Umsögn getur verið samsett . Þá er eitt sagnorð í einhverjum af persónuháttunum og hin í einhverjum fallhætti. Skoðum dæmi: Ég hef komið hér (hef = fh., komið = lh. þt.). Þú munt vera orðinn þreyttur (munt = fh., vera = nh., orðinn = lh. þt.). Umsagnir geta staðið tvær eða fleiri í röð. Skoðum eftirfarandi málsgrein: Íþróttamaðurinn hljóp , stökk og kastaði kringlu. Þrjár umsagnir eru í þessari málsgrein. Umsögn er sérhver sögn í persónuhætti, eins og fyrr kom fram. Auðvelt er að sjá að þarna er um persónuhátt að ræða því ef skipt er um tölu á frumlaginu breytast öll sagnorðin: Íþróttamennirnir hlupu , stukku og köstuðu kringlu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=