Gullvör

81 13. kafli Setningarhlutagreining Setningafræði er sú undirgrein málfræði sem fjallar um gerð setn- inga og setningarliða. Í þessum kafla verður fjallað um það sem kallast setningarhlutagreining og átta algengustu setningarhlut- arnir skoðaðir. Þeir eru: frumlag , umsögn , andlag , sagnfylling , forsetningarliður , einkunn , atviksliður og tengiliður . 13.1. Frumlag er fallorð í nefnifalli (oftast), gerandinn í setningunni, sá sem er, verður eða framkvæmir það sem fram kemur í umsögninni. Skoðum dæmi: Hann kemur heim. Þórunn sótti hestinn. Drengurinn stökk út. 13.1.1 Frumlag getur verið samsett: Björn , Þóra , Einar og Sigrún kunna að aka bíl. 13.1.2 Gervifrumlag (aukafrumlag) er það kallað þegar fornafnið það stendur sem frumlag (þ.e. í frumlagssætinu) en er merkingarlaust og hverfur ef setningunni er breytt. Skoðum dæmi: Það er gaman að lesa góða bók . Hægt er að breyta setningunni þannig: Gaman er að lesa góða bók . Merkingin helst en gervifrumlagið hverfur. 13.1.3 Frumlagsígildi heitir það þegar fallorð í aukafalli hagar sér eins og frumlag. Sögnin sem það stendur með er þá ópersónuleg. Skoðum dæmi: Jóni líkaði vel á Hóli. Mér er kalt. 13.1.4 Frumlagið getur falist í sagnorðinu . Stundum fellur fornafn 2. persónu saman við sögnina. Skoðum dæmi: Far ðu (far þú) heim. Ger ðu (ger þú) þetta ekki. Ver tu (ver þú) góður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=